Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Side 100
máli), þótt það skipti raunar líka máli að 2.p.flt. er langtum fátíðari í Risa -
málheildinni en aðrar persónur (sjá hér á eftir).
Þrátt fyrir þetta er ekki unnt að fullyrða að nýju núllfrumlögin séu
sögulega ótengd núllfrumlögum í eldra máli. Ástæður þess verða ræddar
í 6. og 7. kafla. En í næsta þætti velti ég upp þeim möguleika að skýringin
á núllfrumlögunum sé fremur sálfræðileg en málfræðileg.
4. Sálfræðileg skýring?
Vísandi núllfumlög í nútímanum virðast vera algert jaðarfyrirbæri. Þar
sem slík núllfrumlög eru svo sjaldgæf í Risamálheildinni sem raun ber
vitni getur mann grunað að dæmin um þau séu bara ómarktæk „slys“, stafi
af mismælum eða innsláttarvillum og séu því eins konar marklaus „hávaði“
í gögnunum. Mér sýnist að það geti hugsanlega átt við um dæmin í 2. per-
sónu og 1.p.et., þótt erfitt sé að fullyrða það. Dæmin í 1.p.flt. eru hins
vegar margfalt fleiri en öll önnur dæmi samanlagt og það getur ekki verið
tilviljun.
Ég gáði að fjölda persónumynda (í 1. og 2. persónu) í Risamál heild -
inni, bæði í persónufornöfnum og sögnum, og fann samanlagt 38.878.563
form. Þar af reyndust rúmlega 20 milljónir vera 1.p.et. (53%), rúmlega 14
milljónir 1.p.flt. (37%), liðlega 3 milljónir 2.p.et. (8%), og rúmlega 9
hundruð þúsund 2.p.flt. (2%). Tíðni persónumynda skýrir því ekki þá
staðreynd að yfirgnæfandi meirihluti dæmanna um núllfrumlög (86%)
voru í 1.p.flt., raunar þvert á móti.
Það er alþekkt að ýmis orð, forsetningar, tengingar, hjálparsagnir o.s.frv.,
geta fallið niður í rituðu máli af vangá, en nánari skoðun bendir til þess að
núllfrumlögin stafi naumast af þess háttar mistökum. Það má t.d. giska á
að hjálparsagnirnar hafa og vera geti auðveldlega fallið niður í texta, enda
bera þær oftast litla áherslu í tali. Það er raunar algengt (og viðurkennt
mál) að hjálparsögnin ha, ʻhafa’, sé liðfelld í aukasetningum í sænsku (sjá
t.d. Julien 2002). Í íslensku væri slík liðfelling hins vegar „slys“, enda
virðist þetta vera sárasjaldgæft í Risamálheildinni. Eins og lesa má úr töflu
3 fann ég t.d. samtals 124 dæmi um núllfrumlög í að-setningum með
verða, geta og fara í 1.p.flt. Til samanburðar (þökk sé ábendingu frá Jó -
hönnu Barðdal) leitaði ég að dæmum um hafa-brottfall í að við orðið, að
við getað og að við farið en fann alls engin dæmi um neitt af þessu. Ekki
fann ég heldur nein dæmi um vera-brottfall í að við orðin/orðnar/orðnir
og að við farin/farnar/farnir. Það virðist því ljóst að það er eitthvað annað
á seyði í núllfrumlagssetningunum, a.m.k. í 1.p.flt., en „einföld hand-
Halldór Ármann Sigurðsson100