Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Side 103
Útilokuð Slæm Hæpin Þokkaleg Fullkomin
a. María hitti Jón í gær. 0 0 0 0 9
b. … var ljóst að varst … 0 6 3 0 0
c. Frá þessir góðu … 9 0 0 0 0
d. … þrátt fyrir að værum … 0 5 4 0 0
e. Jón Þuríði sagði … 9 0 0 0 0
f. … að vorum vakin … 0 6 3 0 0
Tafla 4: Dómar níu málhafa um setningarnar í (18). Allir töldu a-setninguna
fullkomna og hún fékk því meðaleikunnina 5. Allir töldu „setningaleysurnar“ í c
og e útilokaðar, svo að þær fengu meðaleinkunnina 1. Núllfrumlagssetningarnar
í b og f fengu meðaleinkunnina 2,3 en setningin í d fékk meðaleinunnina 2,4.
Ástæðan fyrir því að ég vildi bera núllfrumlagsdæmin saman við fullkomna
setningu og tvær setningaleysur var að ég vildi hafa skýr efri og neðri mörk
á kvarðanum. Og ástæðan fyrir því að ég notaði „óskiljanleg“ og „skiljan-
leg“ (sem er óvenjulegt í könnunum af þessu tagi) skýrist af eftirfarandi:
Í fyrirlestrum sínum síðastliðinn áratug eða svo hefur Noam Chomsky
ítrekað dregið gildi þess í efa að greina á milli málfræðilegra og ómál fræði -
legra setninga. Sjá t.d. myndbandsupptöku af fyrir lestri hans á „the 2013
Linguistic Society of America Summer Institute at the University of
Michigan“, sem ég vísa hér til sem Chomsky (2013). Þar segir hann m.a.
(þetta byrjar á u.þ.b. 58. mínútu upptökunnar):
ungrammaticality is kind of a funny notion. … whatever is in your head
assigns some kind of an interpretation, even to word salad. OK, that, that
means that that’s generated. We can call it ungrammatical, if we like, but …
there isn’t a split between grammatical and ungrammatical.
Enn fremur:
In fact, what are called ungrammatical expressions are used all the time, per-
fectly naturally, perfectly appropriately, in fact, every metaphor is an un -
grammatical expression. If you say, say, Misery loves the company, or some -
thing, it is an ungrammatical expression, but it’s certainly meaningful. Ah,
literature uses ungrammatical expressions all the time, perfectly, because
they are evocative, they force the hearer to construct, you know, something
in their own mind, to kind of fill out what is missing. So, they are perfectly
meaningful, part of language that determines as much as everything else
does.
Af núllfrumlögum í íslensku 103