Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Page 104
Það er ekki alveg dagljóst hvað Chomsky á við með þessu. Hann segir:
„there isn’t a split between grammatical and ungrammatical“, sem sagt
að það séu ekki skil á milli málfræðilegra og ómálfræðilegra segða. Síð -
an kallar hann þó ákveðnar segðir „ungrammatical“ en segir jafnframt
að þær séu sí og æ notaðar „perfectly naturally, perfectly appropriately“
og séu „perfectly meaningful“. Hér virðist því hvað rekast á ann ars
horn, en e.t.v. er þó fyrst og fremst ónákvæmri hugtakanotkun um að
kenna.
Allt um það er ljóst að fjölmargar segðir sem málfræðingar telja venju-
lega ómálfræðilegar eru merkingarbærar og fullkomlega skiljanlegar.
Þetta á t.d. við um sérlega málnotkun í skáldskap, eins og Chomsky nefn-
ir. Til dæmis: Það mun verða veislunni margt í; Og minna gagn gera má;
Meyjarnar mig völdu, svo að tilfærð séu einungis þrjú dæmi úr margfræg-
um texta Þorsteins Eggertssonar, „Er ég kem heim í Búðardal“. Ef full-
kominn skiljanleiki er nægjanlegt skilyrði fyrir því að segð teljist mál -
fræði leg ættu þessar hendingar að vera málfræðilegar í einhverjum skiln-
ingi. En hér virðist mér nauðsynlegt að greina á milli málnotkunar og
mál túlkunar (eins og Chomsky ýjar að). Við eigum ekki í neinum vand -
ræð um með að túlka alls kyns ófullkomnar segðir, setningabrot, hikorð,
hendingar í kveðskap o.s.frv. og tengjum slíkar segðir við þær reglur sem
gilda um innra málið, skiljum þær í ljósi þeirra. En að því er best verður
séð fara þær ekki að þessum reglum og geta því ekki talist málfræðilegar.
Algengur skilningur málfræðinga á hugtakinu „málfræðilegt“ er einmitt
að það eigi við um orðafar sem fer að reglum innra málsins og venjulegt
viðmið um það er að orðafarið sé „eðlilegt í algengu eða hversdagslegu mæltu
máli“. Þótt þessi skilningur sé óljós og loðinn og málfræðinga greini því
oft á um hvað teljist málfræðilegt og hvað ekki held ég að rétt sé og gagn-
legt að halda í hann í staðinn fyrir að tala um t.d. „málfræðilegt í kveð -
skap“.
Niðurstöðurnar í töflu 4 eru ekki ótvíræðar. Enginn þátttakendanna
taldi núllfrumlagssetningarnar útilokaðar heldur „aðeins“ slæmar eða
hæpnar. Aftur á móti taldi enginn þeirra heldur að þessar setningar væru
fullkomnar eða einu sinni þokkalegar. Þegar hér var komið sögu var ég
því farinn að efast stórlega um að unnt væri að finna Íslendinga sem fynd-
ust einhverjar setningar með eiginlegum núllfrumlögum alveg eðlilegar.
Til þess að ganga úr skugga um þetta ákvað ég að gera litla netkönnun á
því hvað fólki fyndist um setningarnar í (19); í könnuninni hafði ég setn-
ingarnar í sömu röð og í (19).
Halldór Ármann Sigurðsson104