Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Page 105
(19) a. Hver heldurðu að geti gert þetta fyrir þig?
b. Lögin 1907 sýndu mikinn metnað, þrátt fyrir að værum þá ein
fátækasta þjóð í Evrópu.
c. Við vissum að varst óvenjulega næm kona.
d. Pétur held ég að sé besti leikmaðurinn okkar.
e. Hún sagði að við þyrftum að fara strax.
f. Jæja, dvölin þarna. Venjulegur dagur byrjaði á því að vorum vakin
kl. 6.30.
g. Jón Þuríði sagði að María Ólaf elskaði.
h. Hún sagði að værum svo líkir að hlytum að vera skyldir.
i. Við vissum að höfðum aðeins gert rétt.
Þarna eru fimm núllfrumlagssetningar, (19b, c, f, h, i), ein með sýnilegum
undanfara, (19i), en hinar fjórar ekki. Tvær af setningunum, (19a, d), eru
með frumlagseyðu í aukasetningu, en eyðan er ekki núllfrumlag heldur
stafar hún af því að frumlag aukasetningarinnar hefur verið fært fremst í
aðalsetninguna, með spurnarfærslu á hver í (19a) og með kjarnafærslu á
Pétur í (19d) (sjá hér síðar um „að-spor“). Setningin í (19e) er fullkomin
og loks er setningin í (19g) vond. Könnunin var birt í Málspjallshópi
Eiríks Rögnvaldssonar á Facebook þann 17. janúar 2022. Textinn sem
fylgdi könnuninni úr hlaði var eftirfarandi (fyrir utan kveðjur):
Mig langar að biðja ykkur að svara eftirfarandi „örkönnun“. Könnunin er
aðeins ætluð þeim sem HAFA ÍSLENSKU AÐ MÓÐURMÁLI. Setn -
ingarnar eru níu og svarsmöguleikarnir þrír: já, eðlileg setning, ? vafasöm
setning, nei, ótæk setning.
Svarendurnir voru orðnir 304 um miðjan dag 20. janúar 2022. Niður stöð -
urnar komu mér vægast sagt á óvart. Þær eru sýndar í töflu 5 á næstu síðu.
Nær allir þátttakendur lögðu dóma á allar setningarnar; fjöldi dóm-
anna um einstakar setningar var 300–303. Það sem vakti mesta furðu
mína var hversu jákvæðir svarendur voru í garð núllfrumlagssetninganna;
milli 9,6% og 39,1%, þ.e. á milli 29 og 118 talsins, svöruðu því til að þeim
fyndust þessar setningar eðlilegar.11
Ég spurði þátttakendur líka að aldri. Þeir voru frá 17 ára til 86 ára, en
aldursdreifingin var mjög ójöfn þar eð einungis 23 voru undir þrítugu.
Af núllfrumlögum í íslensku 105
11 Ef svörunum væru gefnar einkunnirnar 3 fyrir „já“, 2 fyrir „?“ og 1 fyrir „nei“ fengi
setningin í f meðaleinkunnina 2,1 (1183 + 97x2 + 871 = 635; 635/302 = 2,1).