Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Side 115
2.1 Rannsóknir á hljóðþróun barna
Börn með eðlilegan málþroska feta í meginatriðum svipaða leið þegar þau
tileinka sér hljóð móðurmálsins. Yfirleitt er það svo að börn tileinka sér
fyrst nefhljóð, lokhljóð og hliðarhljóð en eru lengur að ná tökum á öng-
hljóðum og sveifluhljóðum (McLeod og Crowe 2018; Þóra Másdóttir
2008). Málhljóðin bætast við eitt af öðru og við sex ára aldur ættu börn að
vera komin með flest stök hljóð og flóknari hljóðasambönd á sitt vald
(Indriði Gíslason, Sigurður Konráðsson og Benedikt Jóhannesson 1986;
Þóra Másdóttir 2019; sjá einnig yfirlit hjá McLeod og Crowe 2018).
Það eru einkum fjórar stórar rannsóknir sem beinst hafa að því að
kanna hljóðþróun íslenskra barna. Yfirlit þriggja þeirra, m.t.t. nákvæmni
í myndun samhljóða á ýmsum aldursbilum, má sjá í töflu 1.
Indriði Gíslason o.fl. Þóra Másdóttir (2008) Þóra Másdóttir o.fl. (2021)
(1986) Langsniðsathugun Þversniðsathugun
Langsniðs-/ (n=28)
þversniðsathugun
(n=200)
Aldur Stök hljóð Klasar Stök hljóð Klasar n Stök hljóð Klasar
2 ára – – 64,6% 29,6% 34 79,1% 45,3%
3 ára – – 87,3% 67,3% 113 85,8% 59,5%
4 ára 90,6% 79,2% – – 105 92,8% 78,7%
5 ára – – – – 90 95,2% 85,0%
6 ára 97,1% 94,4% – – 50 96,5% 90,3%
7 ára – – – – 45 98,5% 97,8%
Tafla 1: Hlutfall rétts framburðar stakra samhljóða og samhljóðaklasa hjá 2;4–
7;11 ára börnum í þremur íslenskum rannsóknum.
Í töflunni er greint frá þremur rannsóknum sem ýmist teljast til lang -
sniðs- eða þversniðsathugana eða blöndu af hvoru tveggja. Sýnd er þróun
og hlutfall rétt myndaðra stakra samhljóða annars vegar og samhljóða klasa
hins vegar. Í öllum rannsóknunum eru tekin fyrir öll stök málhljóð ís -
lenskunnar með þeirri undantekningu að í rannsókn Indriða Gíslasonar
o.fl. (1986) voru tannmælta önghljóðið /θ/ (bæði aldursbil) og uppgóm-
mælta önghljóðið /ɣ/2 (hjá fjögurra ára börnum) ekki könnuð. Misjafnt
Hljóðferli barna með frávik í framburði 115
2 Hér eru skrástrik notuð til að tákna framburð fullorðinna (viðmiðunarmyndun), sjá
nánari útskýringu í kafla 2.2 hér að aftan.