Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Page 118
skráningarmáti notaður og í nýrri sambærilegri rannsókn (Anna Lísa
Bene diktsdóttir o.fl. 2019–2020).
Þegar litið er til algengis málhljóðaröskunar ber niðurstöðum rann-
sókna ekki alltaf saman og munurinn stafar aðallega af því að rannsókn-
araðferðir eða viðmiðunarmörk eru ekki sambærileg milli rannsókna.
Algengi hefur mælst allt frá 3,4% til 14,2% meðal barna í fjölmörgum
rannsóknum en hafa ber í huga að í þeim eru börnin allt frá fjögurra til 18
ára gömul (Beitchman o.fl. 1986; Eadie o.fl. 2014; McLeod og McKinnon
2007; Shriberg o.fl. 1999; Westerlund 1994; Wren o.fl. 2013). Ekki eru til
opinberar tölur um algengi málhljóðaröskunar meðal íslenskra barna en í
nýlegri forrannsókn kom fram að um 14,7% fjögurra ára barna glímdu við
málhljóðaröskun (Sigríður Ásta Vigfúsdóttir 2018).
Þó svo að erfitt geti verið að meta með nokkurri nákvæmni algengi
málhljóðaröskunar hefur ítrekað komið fram í rannsóknum að þessi teg-
und röskunar sé meðal þeirra algengustu sem talmeinafræðingar sinna,
ásamt málþroskaröskun DLD (e. Developmental Language Disorder) (Bernthal
o.fl. 2013; McLeod og Baker 2017; Sigurlaug Helga Þorleifsdóttir 2020).
Mikilvægt er að vanda til verka þegar kemur að því að greina málhljóða -
röskun svo börnum sem á þurfa að halda sé tryggð talþjálfun við hæfi.
Skilvirkasta leiðin til að greina mögulega röskun er að nota framburðar-
próf þar sem barnið myndar samhljóð og samhljóðaklasa á mismunandi
stöðum innan orða (en almennt er lítið um frávik í myndun sérhljóða; sjá
t.d. James o.fl. 2001). Með niðurstöðunum er unnt að meta hvort frávik
barns teljist aldurssvarandi, þ.e. eðlileg framburðartilbrigði miðað við
aldur, eða hvort réttast sé að vísa barninu í talþjálfun. Ekki má heldur
gleyma að skoða hreyfingar talfæranna til þess að útiloka að erfiðleikarnir
séu af völdum tunguþrýstings, dulins skarðs í gómi, hamlandi tunguhafts
o.s.frv. Að síðustu má nefna að mikilvægt er að athuga hvort samfellt tal
barns sé skiljanlegt í margvíslegum aðstæðum daglegs lífs (McLeod o.fl.
2012; McLeod og Baker 2017).
Þegar framburðarpróf hefur verið lagt fyrir eru ýmsar leiðir möguleg-
ar til að kortleggja nákvæmlega hljóðmyndun og hljóðkerfi barnsins. Sú
aðferð sem er víða notuð í þessu skyni meðal talmeinafræðinga, sérstak-
lega í hinum enskumælandi heimi, er hin svokallaða hljóðferlagreining
(e. phonological process analysis). Á Íslandi hefur þessi aðferð ekki náð mik-
illi útbreiðslu en vonir standa til að það breytist í kjölfar nýlegrar saman-
tektar á hljóðferlanotkun íslenskumælandi barna á aldrinum 2;6–7;11 ára
(Anna Lísa Benediktsdóttir 2018; Anna Lísa Benediktsdóttir o.fl. 2019–
2020).
Þóra Másdóttir o.fl.118