Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Page 124
sem gefast til myndunar þessara hljóða og hljóðferla á Málhljóðaprófi ÞM
eru af skornum skammti. Þess vegna koma þessi ferli ekki fyrir í töflu 2.
Ferlið röddun óraddaðs hljóðs felur í sér að óraddaðir hljómendur
verða raddaðir líkt og gjarnan gerist í orðinu hnífur (/iːvʏɹ/̥ > [niːvʏɹ]̥)
en þetta ferli er afar algengt hjá öllum aldurshópum. varahljóðun, sem
felur í sér að barn segir [f] í stað /þ/, er töluvert algengt ferli meðal þriggja
til fimm ára barna en hverfur svo eftir fimm ára aldur. Ferlið hljóðavíxl,
sem aðallega er bundið við eitt orð í gagnasafninu, þ.e. blaðra (/plaðra/ >
[plarða]), kemur ekki fyrir hjá yngstu börnunum en er aftur á móti mjög
algengt í tali eldri barnanna. Það má eflaust rekja til þess sem fjallað var
um hér að ofan, þ.e. að með hækkandi aldri er líklegra að börn reyni að
mynda málhljóð í stað þess að fella þau brott. nefhljóðun, sem gjarnan
verður í orðinu elda (/ɛlta/ > [ɛnta]), telst ekki algengt hljóðferli hjá börn-
um með dæmigerða hljóðþróun (Anna Lísa Benediktsdóttir 2018; Anna
Lísa Benediktsdóttir o.fl. 2019–2020).
Í viðauka má finna algengustu hljóðferli sem koma fyrir í tali íslensku-
mælandi barna í samræmi við ofannefndar rannsóknir. Eins og áður er
nefnt er hljóðferlunum öðru fremur ætlað að vera lýsandi og tilgangur
þeirra er fyrst og fremst klínísks eðlis. Byggt er á samantekt hljóðferla í
grein Önnu Lísu Benediktsdóttur o.fl. (2019–2020). Í þeirri umfjöllun
kom fram að litið er á hljóðferlin, er taka til frávika á borð við /r/ > [ð]
og /s/ > [θ], sem tvö aðgreind hljóðferli þótt bæði feli það í sér að mark-
hljóðið verði tannmælt. Ástæða þessa er sú að oft eiga börn eingöngu í
erfiðleikum með myndun annars hljóðsins (Kristín Þóra Pétursdóttir og
Sigríður Sigurjónsdóttir 2019–2020) og ef ekki er gerður greinarmunur á
þessum hljóðferlum er hætta á að nákvæmar greinandi upplýsingar vanti
fyrir talmeinafræðinga þegar kemur að talþjálfun (Anna Lísa Benedikts -
dóttir o.fl. 2019–2020).
Rannsóknum á máltöku barna hefur fjölgað talsvert hin síðari ár og ný
gögn um hljóðþróun ættu að vera góður leiðarvísir þegar kemur að grein-
ingu á framburðarfrávikum. Meginmarkmið þessarar rannsóknar er að
kanna hljóðferli barna með málhljóðaröskun og bera saman við hljóðferli
barna með dæmigerða hljóðþróun. Þótt hljóðferli í tali barna með frávik
hafi verið könnuð í rannsókn Þóru Másdóttur (2008) voru þar aðeins níu
börn til umfjöllunar. Tiltækar upplýsingar um hljóðferlanotkun barna með
málhljóðaröskun eru því takmarkaðar og mikilvægt að skoða gögn frá
fleiri börnum eins og gert er í þessari rannsókn. Rannsóknin byggir fyrst
og fremst á þeim aldursbundnu viðmiðum sem fram koma í rannsókn
Önnu Lísu Benediktsdóttur (2018) og verða þau notuð sem grundvöllur
Þóra Másdóttir o.fl.124