Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Page 126
reglur um tilvísanir í talþjálfun sem fram koma í rammasamningi á milli
Sjúkratrygginga Íslands og talmeinafræðinga, þ.e. börnin voru með þann
villufjölda á framburðarprófi sem gaf þeim rétt til niðurgreiðslu á talþjálf-
un. Öll börnin voru með eðlilega heyrn og með eðlilegar talfærahreyfingar
en nokkur þeirra töldust með seinkun í málþroska (Þóra Másdóttir 2018).
Nánari útlistun á aldursdreifingu og kynjaskiptingu barnanna má sjá í
töflu 3.
Aldurshópur Fjöldi Aldursbil (í mán.) Meðalaldur (í mán.) Kyn
kvk. kk.
3 ára 15 37‒47 42,4 4 11
4 ára 13 48‒58 53,2 6 7
Samtals 28 37‒58 47,4 10 18
Tafla 3: Þátttakendur í rannsókninni flokkaðir eftir aldri og kyni.
Í úrtakinu voru tíu stúlkur og átján drengir og var meðalaldur barnanna
47,4 mánuðir eða u.þ.b. fjögur ár. Í yngri aldurshópi voru fimmtán börn,
þar af fjórar stúlkur og ellefu drengir, en í þeim eldri voru þrettán börn,
sex stúlkur og sjö drengir. Í samanburðarhópnum, þ.e. hópi barna með
dæmigerða hljóðþróun, voru alls 217 börn (úr gagnasafni Þóru Másdóttur
2014). Af þeim voru 112 börn á aldrinum 3;0‒3;11 (53 stúlkur og 59
drengir) en í aldurshópnum 4;0‒4;11 voru 105 börn (56 stúlkur og 49
drengir). Til að meta alvarleika málhljóðaröskunar var hlutfall réttrar
samhljóða myndunar (hér eftir PCC eða PCC-gildi, e. Percentage of Con -
sonants Correct) reiknað í forritinu Phon (Hedlund og Rose 2020) fyrir öll
börnin í rannsóknarhópnum og það hlutfall borið saman við meðaltal
PCC-gilda hjá börnum með dæmigerða hljóðþróun sem fram koma í
nýlegri rannsókn (Þóra Másdóttir o.fl. 2021). PCC er aðferð sem byggir
á því að samhljóð eru annaðhvort metin rétt eða röng og út frá því er reiknað
hlutfall réttrar samhljóðamyndunar (Shriberg og Kwiatkowski 1982). Að -
ferðin var upphaflega þróuð fyrir samfellt tal en henni hefur einnig verið
beitt á niður stöður framburðarprófa (sjá t.d. Clausen og Fox-Boyer 2017)
eins og gert er í þessari rannsókn. Í niðurstöðum rannsóknar Þóru kom
ekki fram marktækur munur á kynjum þegar myndun stakra samhljóða
og samhljóðaklasa var til skoðunar. Marktækur kynjamunur kom eingöngu
fram í PCC-mælingum og var hann stúlkum í vil en þar sem umfjöllunar -
Þóra Másdóttir o.fl.126