Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Síða 127
efni þessarar greinar snýr fyrst og fremst að stökum málhljóðum og klös-
um í hljóðkerfislegu samhengi voru hóparnir í þessari rannsókn ekki
kynjaskiptir í frekari gagnaúrvinnslu.
Í töflu 4 má sjá meðaltal PCC-gilda, staðalfrávik og spönn, þ.e. hæsta
og lægsta gildi, hjá rannsóknarhópnum ásamt PCC-gildum íslenskra
barna með dæmigerða hljóðþróun (byggt á Þóru Másdóttur o.fl. 2021).
PCC-gildi 3;0‒3;11 ára 4;0‒4;11 ára
Rannsóknar- Samanburðar- Rannsóknar- Samanburðar-
hópur hópur hópur hópur
Meðaltal 37,9 83,4 62,0 93,3
Staðalfrávik 28,8 17,6 29,9 10,7
Spönn 20,8‒50,3 43,6‒99,6 46,7‒80,9 64,1‒100,0
Tafla 4: Meðaltal PCC-gilda (%) eftir aldurshópum hjá rannsóknarhópnum og
samanburðarhópi, þ.e. jafnöldrum með dæmigerða hljóðþróun.
Samkvæmt töflu 4 er meðaltal PCC-gilda hjá rannsóknarhópnum töluvert
lægra en meðal jafnaldra með dæmigerða hljóðþróun Þá er staðalfrávik
meðaltals mun hærra hjá rannsóknarhópnum en hjá jafnöldrum með
dæmigerða hljóðþróun, sem bendir til meiri breytileika í framburði hjá
börnum með greinda málhljóðaröskun. Enn fremur gefur staðalfrávik
meðaltals í dæmigerða hópnum til kynna að PCC-gildi barna í rannsókn-
arhópnum liggi töluvert fyrir neðan gildi barna í samanburðarhópnum,
jafnvel þegar tekið er tillit til spannar í rannsóknarhópnum. Þess ber þó
að geta að töluverð skörun er á milli spannar hjá rannsóknarhópi og sam-
anburðarhópi meðal eldri barnanna. Einungis var um að ræða tvö börn
sem voru með PCC-gildi lægri en 70% en slíkra útlaga má vænta þegar
umfangsmikilla gagna er aflað um tal barna á máltökuskeiði.
Forsvarsmaður alþjóðlegu rannsóknarinnar á Íslandi (Þóra Másdóttir
talmeinafræðingur) prófaði börnin á Heyrnar- og talmeinastöð Íslands og
fór prófun þannig fram að börnunum voru sýndar myndir og þau beðin
um að nefna það sem var á þeim. Tal barnanna var tekið upp á Sony
MiniDisc-upptökutæki (MZ-R30) og á Sony Condenser Stereo-hljóð -
nema (ECM-DS70P) (Þóra Másdóttir 2018). Tveir talmeinafræðingar
með mikla reynslu hljóðrituðu síðan gögnin hvor í sínu lagi og reyndist
hljóðritun þeirra sambærileg í 87% tilvika.
Hljóðferli barna með frávik í framburði 127