Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Page 128
3.2 Mælitæki
Orðalistinn sem notaður var í þessari rannsókn var útbúinn í tengslum
við alþjóðlegu rannsóknina sem nefnd var hér að framan (Þóra Másdóttir
2018). Orðalistinn samanstóð upphaflega af 110 orðum, þar sem flest
orðin voru þau sömu eða sambærileg þeim sem finna má í Málhljóðaprófi
ÞM (skammstafað MHP). MHP er íslenskt framburðarpróf sem er ætlað
að meta málhljóðamyndun barna á aldrinum 2;6‒7;11 ára (Þóra Más -
dóttir 2014; 2019). Prófið var notað til að greina hljóðferli í tali barna með
dæmigerða hljóðþróun (Anna Lísa Benediktsdóttir 2018), eins og áður
hefur verið getið. Þar sem tilgangur þessarar rannsóknar var að bera hljóð -
ferli í tali barna með málhljóðaröskun saman við niðurstöður rannsóknar
Önnu Lísu Benediktsdóttur (2018) var aðeins unnið úr niður stöð um
þeirra próforða sem voru sambærileg próforðum MHP. Það var gert til
að tryggja að verið væri að bera saman sömu hljóð og hljóða sambönd í
orða listanum og í MHP. Þau orð sem tekin voru úr orðalistanum voru
samtals 30 og höfðu að geyma sjö fjölkvæð orð og 23 orð með hljóðasam-
böndum sem ekki er að finna í MHP, m.a. /fj-/ (fjórir), /spr-/ (springa),
/-lː-/ (rúlla), /-ft-/ (lyfta), /-xt-/ (lykta), /-k/ (vagn) og /-p/ (ofn). Að
auki innihélt orðalistinn 12 fjölkvæð orð sem eru í MHP en þar sem þau
voru ekki notuð í rannsókn Önnu Lísu Benediktsdóttur (2018) voru þau
ekki heldur tekin með í þessa rannsókn. Þau próforð sem eftir stóðu náðu
til allra stakra málhljóða íslenskunnar, auk valinna samhljóðaklasa, í fram-,
inn- og bakstöðu orða.
3.3 Úrvinnsla gagna
Hljóðferli í tali barnanna voru greind á sama hátt og gert var í rannsókn
Önnu Lísu Benediktsdóttur (2018) en það var talið tryggja samræmi á
milli rannsóknanna tveggja og þar með áreiðanleika þegar niðurstöður
væru bornar saman.5
Þóra Másdóttir o.fl.128
5 Upphaflega voru tvær greiningarleiðir farnar í rannsóknarverkefninu, annars vegar
voru hljóðferlin talin „handvirkt“ og hins vegar var forritið Phon notað til þess að kanna
hvort sá hugbúnaður nýttist við greiningu hljóðferla í tali íslenskumælandi barna. Höf -
undar forritsins höfðu aðlagað það að íslensku og gert rannsakendum kleift að skoða og
greina hljóðferli út frá sérkennum íslenskunnar. Markmiðið var að kanna hversu áreiðan-
leg hljóðferlagreining Phon er, þ.e. hvort forritið nái að fanga fleiri eða færri hljóð ferli en
sú aðferð sem sagt er frá í þessari grein. Tekin var sú ákvörðun að fjalla ekki um niður -
stöður Phon-greiningarinnar hér því handvirka aðferðin reyndist öllu nákvæmari þegar
samanburður var gerður á þessum tveimur greiningarleiðum og þar með áreiðanlegri.