Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Blaðsíða 129
Þegar gagnanna var aflað á sínum tíma kom fyrir að sum orðin voru
endurtekin nokkrum sinnum. Í þessari rannsókn var ákveðið að horfa
allt af til fyrsta orðsins sem barnið sagði í þeim tilvikum þegar barn endur -
tók markorðið og greina ekki hljóðferli í þeim endurtekningum sem á
eftir komu. Sum börnin sögðu stundum bæði markorðið (t.d. þumall) og
annað skylt orð (t.d. þumalfingur). Í þeim tilfellum var litið til fyrsta orðs -
ins sem var í samræmi við upprunalega markorðið. Með öðrum orðum ef
til tekið barn sagði tvisvar sinnum orðið þumalfingur en síðan þumall (mark -
orðið) var orðið þumall notað í greiningu gagna en ekki orðið þumal fingur.
Þegar börnin notuðu önnur hljóðferli en þau sem er að finna í viðauka voru
þau felld undir flokkinn annað. Að lokinni hljóðferlagreiningu fóru fyrsti
og annar höfundur þessarar greinar gaumgæfilega yfir öll vafaatriði sem
komu upp. Enn fremur greindi fyrsti höfundur gögn fjögurra barna
(13,3% úrtaks) eftir hljóðferlaaðferðinni. Að því loknu var talning hvers og
eins hljóðferlis hjá börnunum fjórum, t.d. hversu oft tiltekið barn notaði
hljóðferlin brottfall hljóðs úr samhljóðaklasa eða framhljóð un,
borin saman við greiningar annars höfundar. Áreiðan leiki milli greininga
fyrsta og annars höfundar reyndist 87,4% (spönnin var 75,9‒100). Áreiðan -
leiki hlutfalls virkra ferla var hins vegar 90,7%. Eftir að fyrsti og annar höf-
undur höfðu farið yfir þau atriði sem skildu greiningarnar að og komist
hafði verið að sameiginlegri niðurstöðu varð áreiðanleiki talningarinnar
99,1% og áreiðanleiki hlutfalls virkra ferla 100%.
Þar sem rannsóknarhópurinn var lítill (28 börn) var honum einungis
skipt í tvo aldurshópa, sbr. töflu 3, en í rannsókn Önnu Lísu Bene dikts -
dóttur (2018) var börnunum sem hér mynda samanburðarhóp (sem öll eru
á sama aldri og börnin í rannsóknarhópnum) skipt í fjóra aldurshópa með
hálfs árs millibili. Til að hægt væri að bera hljóðferlanotkun barnanna
saman við niðurstöður rannsóknar Önnu Lísu Benediktsdóttur (2018)
voru aldurshóparnir fjórir í hennar rannsókn því sameinaðir í tvo, þ.e.
3;0–3;11 og 4;0–4;11 ára.
Við greiningu gagna var hljóðferlagreining Málhljóðaprófs ÞM notuð, þ.e.
sama greining og var notuð í rannsókn Önnu Lísu Benediktsdóttur (2018).
(Sjá heildaryfirlit á hljóðferlum í viðauka.) Ein undantekning var þar á, þ.e.
ferlin hljóðavíxl, samruni og tilfærsla voru færð úr flokkn um „breyt-
ingu á atkvæðagerð“ yfir í flokkinn „samlögun“. Það hafði þó ekki áhrif á taln-
ingu virkra ferla. Greining fór þannig fram að hljóðritun orðanna var skoðuð
og ef hljóðferli voru til staðar voru hljóðritanir orðs ins, bæði markorðið og
framburður barnsins, færðar yfir í hljóð ferla grein ingu í Excel. Að lokum var
heildarfjöldi hljóðferla hjá hverju barni talinn og virk hljóðferli tekin saman.
Hljóðferli barna með frávik í framburði 129