Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Page 131
að bera saman meðaltal virkra hljóðferla þurfti því að sameina annars
vegar aldurshópana 3;0‒3;5 og 3;6‒3;11 og hins vegar aldurshópana
4;0‒4;5 og 4;6‒4;11 í samanburðarhópnum eins og fram kom í kafla 3.3.
Eftir sameiningu hópanna voru 112 börn í yngri aldurshópnum og 105 í
þeim eldri. Þegar lokið var við að reikna út ný meðaltöl og staðalfrávik
voru meðaltöl virkra ferla hjá hópunum tveimur borin saman.
Aldurshópur Rannsóknarhópur Samanburðarhópur
Meðaltal SF Spönn Meðaltal SF Spönn
3;0‒3,11 12,5 3,0 8‒20 4,9 3,1 0‒14
4;0‒4;11 7,9 2,3 4‒11 2,3 2,1 0‒10
Tafla 5: Meðaltal virkra ferla, staðalfrávik (SF) og spönn rannsóknarhóps og
samanburðarhóps eftir aldurshópum.
Í töflu 5 má sjá meðaltal virkra ferla í báðum hópum. Spönnin gefur til kynna
lágmarks- og hámarksfjölda virkra ferla innan hvors aldurshóps. Í báðum
hópum má sjá svipaða þróun virkra ferla, þar sem meðaltalið lækkar eftir því
sem börnin verða eldri. Yngri börnin í rannsóknarhópnum (3;0‒3;11 ára)
beita að meðaltali 12,5 virkum ferlum en í samanburðarhópnum er meðaltal
virkra ferla 4,9 hjá börnum á sama aldri. Spönn yngri rannsóknarhóps gefur
til kynna að ekkert barn noti færri en átta virk ferli en í samanburðarhópi má
finna börn sem nota ekki lengur nein hljóðferli. Við fjögurra ára aldur er
meðaltalið komið niður í 7,9 hjá rannsóknarhópi og spönnin er jafnframt
ekki jafn breið og í yngri aldurshópnum. Meðal tal fjögurra ára barna í sam-
anburðarhópi er þó töluvert lægra eða 2,3 virk ferli. Ef spönn hópanna er gef-
inn gaumur er ljóst að í rannsóknarhópnum nota öll börnin ferli að einhverju
marki, allt að 20 hjá yngri hópnum og 11 hjá þeim eldri. Athyglisvert er að
spönnin er einnig talsvert mikil meðal barnanna í samanburðarhópnum, þ.e.
barn í yngri hópnum er með allt að 14 ferli og barn í eldri hópnum með allt
að tíu ferli. Þetta sýnir glöggt að þótt meðaltalið sé mun lægra í báðum ald-
urshópum barna með eðlilega hljóðþróun er samt að finna breytileika meðal
þeirra sem vænta má að minnki verulega með hækkandi aldri, eins og raunar
kom fram í rannsókn Önnu Lísu Benediktsdóttur (2018).
Kannað var hvort tölfræðilegur munur væri á meðaltali eftir aldurs-
hópum hjá rannsóknar- og samanburðarhópnum. Eins og kom fram í
kafla 3.3 hér að framan var unnið með meðaltöl og staðalfrávik sem fram
komu í rannsókn Önnu Lísu Benediktsdóttur (2018) og því var ekki hægt
Hljóðferli barna með frávik í framburði 131