Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Page 132
að beita tölfræðiprófi. Af þeim sökum var marktektarprófið reiknað
handvirkt. Þar sem unnið var með tvo óháða hópa var t-próf framkvæmt.
Miðað var við 99% marktektarmörk og vísaði núlltilgátan til þess að enginn
munur væri á hópunum. Prófið reyndist marktækt hjá báðum aldurshópun-
um, 3;0‒3;11 (t(14) = 9,35, p < 0,001) og 4;0‒4;11 (t(12) = 8,45, p < 0,001),
og var núlltilgátunni því hafnað. Niðurstöður prófsins benda því sterklega
til þess að munur sé á hópunum tveimur og að börn í rannsóknar hópnum
noti að jafnaði marktækt fleiri virk ferli en samanburðarhópurinn.
Niðurstöður í töflu 5 benda til að rannsóknarspurningu 1 sé hægt að
svara játandi: börn með málhljóðaröskun eru almennt með mun fleiri virk
hljóðferli en gengur og gerist hjá jafnöldrum sem eru með dæmigerða
hljóðþróun. Munur t-prófs reyndist marktækur á milli hópanna.
4.2 Notkun hljóðferla í tali rannsóknarhóps og samanburðarhóps
Rannsóknarspurning 2: Að hve miklu leyti er notkun (tegund og algengi)
hljóðferla í tali barna með greinda málhljóðaröskun frábrugðin notkun
hljóðferla í tali barna með dæmigerða hljóðþróun?
Tekin var saman hlutfallsleg tíðni virkra og óvirkra ferla hjá þeim aldurs-
hópum sem rannsóknin beindist að. Til upprifjunar telst ferli virkt ef það
nær viðmiðum um a.m.k. 10% notkun í viðkomandi aldurshópi en telst
óvirkt ef það er fyrir neðan 10% viðmiðunarmörkin. Í töflu 6 má sjá hlut-
föll ferlanna eftir aldurshópum, þ.e. hljóðferli sem voru virk hjá rann-
sóknarhópi og hjá a.m.k. yngri börnunum í samanburðarhópnum. Þó svo
að sérhljóð séu ekki sérstaklega til athugunar á Málhljóðaprófi ÞM voru
sérhljóðabreytingar teknar saman og skráðar í rannsókn Önnu Lísu Bene-
diktsdóttur (2018) og eru þær því hafðar með í þessum samanburði, sbr.
hljóðferlið sérhljóðabreyting.
Í töflu 6 má sjá að hlutfall virkra ferla er almennt mun hærra í rann-
sóknarhópnum en í samanburðarhópnum, að undanskildu ferlinu fram -
stæð tunga (smámæli) en hlutfall barna sem beitir því ferli sem virku
er nokkuð svipað milli hópanna. Í báðum hópunum má sjá svipaða þróun
virkra ferla þar sem hlutfallið lækkar almennt með hækkandi aldri barn -
anna. Tvö ferli, brottfall hljóðs úr samhljóðaklasa og sérhljóða -
breyting, teljast virk hjá öllum börnunum í rannsóknarhópnum en hlut-
fall barna sem nota sömu ferli í samanburðarhópnum er mun lægra, auk
þess sem hlutfallið lækkar umtalsvert með hækkandi aldri hjá þeim hópi.
Svipað hlutfall barna í yngri og eldri rannsóknarhópnum er með ferlið
Þóra Másdóttir o.fl.132