Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Page 135
Fimm efstu hljóðferlin í töflu 7 eru virk hjá báðum aldurshópum í rann-
sóknarhópnum en eru annaðhvort óvirk eða koma ekki fyrir hjá saman-
burðarhópnum, óháð aldri. Flest hinna ferlanna (14 talsins) eru aðeins virk
hjá yngri börnunum í rannsóknarhópnum en annaðhvort óvirk eða koma
ekki fyrir hjá neinum hinna hópanna (eins og tölur í sviga eða eyður í töfl-
unni gefa til kynna). Þetta er í samræmi við aldursbundna hljóðþróun í
mál töku barna, þ.e. að hljóðferlum fækkar eftir því sem börnin verða eldri,
hvort sem um frávik í málþroska er að ræða eða ekki.
Í rannsóknarhópnum er hlutfall þeirra sem hafa ferlið innskot sam-
hljóðs sem virkt ferli svipað í báðum aldurshópum. Hins vegar eru ferlin
s-hljóðun (blísturshljóðun) og varahljóðun með hærri hlutfalls-
tölu meðal eldri barnanna. Þetta gæti stafað af því að breytileiki í fram-
burði meðal barna með frávik er oft býsna mikill og helst í hendur við
alvarleika röskunarinnar; þeim mun meiri frávik, þeim mun meiri breyti-
leiki (Þóra Másdóttir 2008). Eldri börn geta þannig í sumum tilvikum
verið með alvarlegri frávik en þau sem yngri eru. Einnig er forvitnilegt að
sjá að ferlið h-hljóðun (stakra hljóða í framstöðu) er einungis virkt
hjá eldri börnunum í rannsóknarhópnum en nær ekki lágmarksviðmiðum
um virkni eða er ekki að finna hjá öðrum hópum í rannsókninni. Þá er
áhugavert að sjá að 53,3% þriggja ára barna í rannsóknarhópnum nota öng -
hljóðun sem virkt ferli en það er ekki að finna í tali barna í saman -
burðar hópnum. Við fjögurra ára aldur dregur þó töluvert úr notkun þessa
ferlis því þá er hlutfallið komið niður í rúmlega 15%. Taka verður fram að
rannsóknarhópurinn var fámennur og hafði hvert og eitt barn því mikið
vægi í hlutfallsútreikningum. Engu að síður gefur þetta til kynna að börn
með málhljóðaröskun noti stundum ferli sem ekki finnast hjá börnum
með dæmigerða hljóðþróun.
Eins og fram kom í kafla 3.3 voru fjögur ferli undanskilin kröfu um
að koma þrisvar sinnum fyrir í tali barns til þess að teljast virk, þ.e. rödd-
un óraddaðs hljóðs, nefhljóðun, hljóðavíxl og varahljóðun. Jafn -
framt var útskýrt að ástæðan væri sú að tækifæri til að mynda sum hljóð
eða ferli væru fá í Málhljóðaprófi ÞM. Í töflu 7 má þó sjá að þrjú af þessum
fjórum ferlum (öll nema hljóðavíxl) eru meðal þeirra sem eru virk í tali
a.m.k. yngri barna í rannsóknarhópnum. Það er sennilega vegna þess að
börn með frávik í framburði beita stundum hljóðferlum á „óvenjulegri“
hátt en gengur og gerist hjá börnum með dæmigerða máltöku. Sem dæmi
má nefna að eitt barn í yngri rannsóknarhópnum bar /klaːs/ (glas) fram
sem [klaːf]. Þessi meðferð á tannbergsmæltu önghljóði sem verður vara-
mælt (varahljóðun) er mjög óalgeng í tali barna, jafnvel þeirra sem eru
Hljóðferli barna með frávik í framburði 135