Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Page 136
með frávik í tali. Sams konar dæmi má finna um hin tvö hljóðferlin,
röddun óraddaðs hljóðs og nefhljóðun.
Í rannsókn Önnu Lísu Benediktsdóttur (2018) voru þau ferli sem til-
heyrðu flokknum sérhljóðabreyting ekki aðgreind sérstaklega en þó
hvatt til markvissari athugunar á sérhljóðum í máltöku barna. Í þessari
rannsókn var ákveðið að halda sama greiningarflokki án sérstakrar sund-
urgreiningar. Niðurstöður rannsóknarinnar benda þó til þess að þegar
börn með frávik í framburði eiga í hlut sé mikilvægt að skoða sérhljóða -
breytingar sérstaklega, þ.e. um hvaða sérhljóð sé að ræða og hvernig þau
breytist. Reyndar hafa erlendir fræðimenn bent á mikilvægi þess að skoða
sérhljóðatileinkun barna, bæði þeirra sem eru með frávik í framburði (Pol -
lock og Berni 2003) og barna með dæmigerða máltöku (Kent og Rountrey
2020). Auk þess má geta þess að í rannsókninni sem hér er til umfjöllunar
var lengdarbreyting sérhljóða skoðuð sérstaklega og í ljós kom að tæpur
helmingur (46,7%) yngri barnanna í rannsóknarhópnum lengdi sérhljóð í
áhersluatkvæði (þar sem átti að vera stutt sérhljóð) og liðlega 15% eldri
barnanna. Oftast virtist vera um að ræða lengingu á sérhljóði í innstöðu-
eða bakstöðuklasa, t.d. blaðra > [plaːja], slanga > [kauːka] og lamb > [paːp].
Þegar litið er til þrískiptingar á hljóðferlum samkvæmt hugmyndum
Ingram (1976), sem gerð var grein fyrir í kafla 2.3 hér að framan, er „skipti -
hljóðun“ algengasti flokkur hljóðferla hjá báðum aldurshópum rannsóknar -
innar en afar lítill munur er á þeim flokki og „breytingu á atkvæðagerð“
hvað tíðni ferla varðar. Hljóðferli sem falla undir flokkinn „samlögun“
koma aðallega fyrir í tali þriggja ára barnanna (sjá nánar um þessa þrí-
skiptingu hljóðferla í viðauka greinarinnar). Þessar niðurstöður eru fylli-
lega sambærilegar niðurstöðum Önnu Lísu Benediktsdóttur (2018).
Rannsóknarspurningu 2, rétt eins og rannsóknarspurningu 1, er því
hægt að svara játandi. Notkun hljóðferla er mismunandi í hópunum tveimur,
rannsóknarhópi og samanburðarhópi, og mun meiri breytileiki í notkun
hljóðferla kemur fram meðal barna með málhljóðaröskun en hjá börnum
sem fylgja eðlilegri hljóðþróun. Þannig eru virk hljóðferli almennt fleiri í
rannsóknarhópnum en auk þess virðast börn með málhljóðaröskun al -
mennt vera lengur að bæla niður hljóðferli en börn í samanburðarhópn-
um. Þróunin í hópunum er þó svipuð að því leyti að eftir því sem börnin
eldast minnkar notkun þeirra á virkum ferlum. Áður en lengra er haldið
er ekki úr vegi að líta aðeins á algengustu virku ferlin í tali barna í báðum
hópum.
Þóra Másdóttir o.fl.136