Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Page 157
brigða (y-ás) á ákveðnu tímabili (x-ás), þ.e.a.s. þegar niðurstöðurnar eru
birtar sem graf. Breytingarnar eru hins vegar frábrugðnar hver annarri
að því leyti að þær eiga sér ýmist stað í samfélagi sem er stöðugt eða á
hreyfi ngu og þá eru þær ýmist samfélagsbundnar eða einstaklingsbundn-
ar. Meginboðskapur þessarar greinar er að rannsóknir á einstaklingsbundn -
um lífsleiðarbreytingum, eins og þær eru skilgreindar í (2c), krefjast hárrar
tímaupplausnar sem gefur skýra mynd af þróun breytinganna frá ári til
árs. Með tímaupplausn er átt við hversu oft sami málhafi er rannsakaður
á mismunandi tímabilum en ófullnægjandi tímaupplausn getur orðið til
þess að mikilvægar upplýsingar glatist og niðurstöður skekkist.
Til að útskýra þetta betur er fróðlegt að skoða rannsókn Sankoff og
Wagner (2006) á notkun samsettrar framtíðar í frönsku sem töluð er í
Mon tréal í Kanada. Rannsóknin, sem er mikilvægt brautryðjendaverk á
sviði rannsókna sem gerðar hafa verið á setningafræðilegum breytingum
á lífsleið einstaklinga, leiðir í ljós að þeir einstaklingar sem voru til athug-
unar breyttu málnotkun sinni með kerfisbundnum hætti í takt við yfir-
standandi málbreytingu í samfélaginu. Þar sem einstaklingarnir breyttu
málnotkun sinni með keimlíkum hætti er ljóst að breytingin á notkun sam -
settrar framtíðar í Montréal er dæmi um lífsleiðarbreytingu sem er sam -
félagsbundin. Rannsókn Sankoff og Wagner byggir þó á heldur takmark -
aðri tímaupplausn þar sem hver málhafi var aðeins rannsakaður tvisvar
sinnum, árin 1971 og 1984. Hærri tímaupplausn, sem og ítarlegri eigind-
legar upplýsingar, hefðu gefið skýrari mynd af breytingunni. Í töflu 1 á
næstu síðu er listi yfir ýmsar aðrar rannsóknir á lífsleiðarbreytingum og
taflan setur umfjöllun okkar um tímaupplausn í víðara samhengi.
Eins og sjá má í töflu 1 er algengt að rannsóknir á lífsleiðarbreytingum
séu byggðar á aðeins tveimur tímabilum í lífi einstaklingsins. Í flestum til-
fellum eru gögnin frá tveimur aðskildum ártölum en í einhverjum tilfell-
um er nokkrum ártölum steypt saman í eitt sem síðan er borið saman við
annað tímabil. Rannsókn MacKenzie (2017) á lífsleiðarbreytingum í máli
David Attenborough er dæmi um hið síðarnefnda en í þeirri rannsókn,
sem er byggð á greiningu á máli Attenboroughs í fjórum heimildarmynd-
um, sameinar MacKenzie þrjár elstu heimildarmyndirnar í eitt tímabil
sem hún notar sem samanburð við nýlega heimildarmynd eftir Atten -
borough.4 Rannsókn Sankoff (2004) sker sig að vissu leyti frá hinum
rann sóknunum í töflu 1 hvað tímaupplausn varðar en í þeirri rannsókn var
Einstaklingsbundin lífsleiðarbreyting 157
4 Þess má geta að í nýrri grein sem ekki er komin út fjallar MacKenzie (væntanlegt)
um Attenborough á nýjan leik en í hærri tímaupplausn.