Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Page 160
Þráinsson 2003). Hún var að hluta til byggð á eldri rannsókn Björns Guð -
finnssonar (1964:134–143) og vinnur því úr tveimur aflestrum, rannsókn
Björns annars vegar og RÍN hins vegar. Þá kannaði Margrét Lára Hösk -
ulds dóttir (2013) þróun nokkurra mállýskueinkenna norðlensku og hvort
búferlaflutningar hefðu áhrif á breytingar mállýskueinkennanna. Rann -
sókn Margrétar Láru var unnin innan rannsóknarinnar Málbreyt ingar í
rauntíma í íslensku hljóðkerfi og setningagerð (RAUN) (sjá t.d. Hösk uld
Þráinsson, Ástu Svavarsdóttur o.fl. 2013:64–66) og var byggð á gögnum
yfir 77 einstaklinga á Norðausturlandi sem höfðu einnig tekið þátt í rann-
sókn Björns Guðfinnssonar á fimmta áratug síðustu aldar. Rannsókn Mar-
grétar Láru er því byggð á tveimur aflestrum, rannsókn Björns annars
vegar og RAUN hins vegar. Í Tilbrigðaverkefninu svokallaða (Hösk uldur
Þráinsson, Ásgrímur Angantýsson og Einar Freyr Sigurðsson 2013) og
RAUN rannsakaði Sigríður Sigurjónsdóttir nýju þolmyndina í máli fólks
sem hafði tekið þátt í rannsókn Sigríðar og Maling (2001) um tíu árum
áður. Þannig byggir rann sókn Sigríðar Sigur jónsdóttur (2017) á tveimur
aflestrum. Þá má loks benda á doktorsritgerð Margrétar Guðmunds -
dóttur (2022) þar sem Margrét kannaði m.a. þróun landshluta bundinna
mállýskna í íslensku máli. Í rannsókninni bar Margrét saman niðurstöður
þátttakenda sem tóku þátt í rannsókn Björns Guðfinnsson ar, RÍN og
RAUN og því fer fjöldi aflestra hæst upp í þrjá í rannsókn hennar.
3. Stílfærsla og tilbrigðasvið hennar
Stílfærsla er valfrjáls færsla orðs eða setningarliðar fremst í setningu með
frumlagseyðu (e. subject gap). Með frumlagseyðu er átt við að frumlag sé
ekki til staðar í djúpgerð (eða áður en svona færslur verka) en frumlags -
eyða er forsenda þess að hægt sé að beita stílfærslu (Eiríkur Rögnvalds -
son 1980:53, sjá nánari umfjöllun um stílfærslu hjá Maling 1980, Holm -
berg 2000, Höskuldi Þráinssyni 2007, Franco 2009, Wood 2011 og Antoni
Karli Ingasyni og Wood 2017).
(3) a. Allar ákvarðanir sem ___ voru teknar eru réttlætanlegar.
b. Allar ákvarðanir sem teknar voru ___ eru réttlætanlegar.
Í dæmum (3a–b; endurtekning á 1) er samsvarandi setning sýnd án stíl-
færslu annars vegar (3a) og með stílfærslu hins vegar (3b), en eyðan í (3b)
og í eftirfarandi dæmum táknar upprunalegt pláss stílfærða orðsins. Stíl -
færsla hefur þann sérstaka eiginleika að verka bæði á stök orð (aðalsagnir
í fallhætti og agnir) sem og heila liði (t.d. nafnliði, atviksliði og forsetn-
Lilja Björk Stefánsdóttir og Anton Karl Ingason160