Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Qupperneq 182
annað afbrigðið er landshlutabundið, harðmæli og raddaður framburður norðan-
lands en hv-framburður og skaftfellskur einhljóða framburður í Skaftafellssýslum.
Harðmæli heyrist til dæmis í framburði orðanna api, ata, aka ([aːpʰɪ], [aːtʰa],
[aːkʰa]), en raddaður framburður í úlpa, heimta, banki, maðkur ([ulpʰa], [heimtʰa],
[pauɲcʰɪ], [maðkʰʏ]). Dæmi um hv-framburð eru hvalur og hver ([xvaːlʏ] og
[xvɛː]) en um einhljóðaframburð hagi, logi, stigi, hugi, lögin ([haːjɪ], [lɔːjɪ], [stɪːjɪ],
[hʏːjɪ], [lœːjɪn]).
Flestir landsmenn nota linmæli, óraddaðan framburð, kv-framburð og tví-
hljóðaframburð.
Efniviður
Við eigum mikinn efnivið um þróun framburðar yfir langt tímabil. Viðamikil
rannsókn Björns Guðfinnssonar er frá 5. áratug 20. aldar. Þátttakendur voru alls
um 10.000, þar af 6.520 ungmenni sem flest voru á aldrinum 10–13 ára. RÍN-
rannsóknin, Rannsókn á íslensku nútímamáli, er frá 9. áratug 20. aldar. Þátt tak -
endur voru um 3.000 á öllum aldri, þeir yngstu í efstu bekkjum grunnskóla. Um
400 manns höfðu áður tekið þátt í rannsókn Björns.
Árið 2010 hófst svo RAUN-rannsóknin, Málbreytingar í rauntíma í íslensku
hljóðkerfi og setningagerð, en rannsókn mín er einn þáttur hennar. Úrtakið í RAUN
var valið á annan hátt en í fyrri rannsóknum með áherslu á að ná til fólks sem
hafði tekið þátt í rannsókn Björns og/eða RÍN. Þátttakendur í hljóðkerfishluta
rannsóknarinnar voru um 650.
Á grundvelli þessa RAUN-úrtaks, fólks sem tók þátt í fleiri en einni rann-
sókn, er því hægt að gera svokallaðan rauntímasamanburð og skoða breytingar á
framburði einstaklinga. Þannig fæst mynd af svokölluðum ævibreytingum, þætti
þeirra í útbreiðslu málbreytinga.
Fjölmargar slíkar rannsóknir hafa verið gerðar erlendis í seinni tíð en úrtakið
sem hér er unnið með er líklega einstakt því að það er stórt og spannar langt tíma-
bil. Til dæmis tóku 48 málhafar af Norðausturlandi þátt í öllum þremur rann-
sóknunum. Í þeirri fyrstu voru þeir um 12 ára, síðan um fimmtugt og loks um
áttrætt. Hjá þessum hópi er hægt að fylgja eftir þróun bæði harðmælis og raddaðs
framburðar.
Þetta er dálítið mikilvægt atriði.
Ég er með sama fólkið sem flest notaði bæði afbrigðin ríkulega þegar það var
ungt og ég get skoðað hvort og þá hvers konar munur sé á þróun harðmælis og
raddaðs framburðar á fullorðinsárum. Það sama gildir um 27 Skaftfellinga af þess -
ari kynslóð, sem ég kalla Björnskynslóðina. Hjá þeim eru líka tvö landshluta-
bundin afbrigði, hv-framburður og skaftfellskur einhljóða framburðar.
RAUN-úrtakið leyfir því ýmsar spurningar um ævibreytingar, hægt er að
skoða almennar tilhneigingar og bera saman afbrigði.
Margrét Guðmundsdóttir182