Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Page 183
Þar sem slíkar ævibreytingar eru einkum skoðaðar í því ljósi að málbreytingar
standi yfir er mikilvægt að vita hvert framburður stefnir hjá ungu fólki. Ef ævi-
breytingar milli tveggja rannsókna fela í sér lítils háttar undanhald raddaðs fram-
burðar viljum við vita hvort hann sé einnig á hægu undanhaldi hjá ungmennum.
Þá á ég ekki við ævibreytingar hjá ungmennum heldur samanburð á þeim kyn -
slóðum sem voru ungmenni í viðkomandi rannsóknum. Rannsókn Björns og
RÍN hafa að geyma ríkulegar upplýsingar um framburð ungmenna en til að afla
upplýsinga um þróunina eftir RÍN var haldið í sérstakan leiðangur norður í land
en líka stuðst við nokkrar staðbundnar athuganir frá þessari öld, bæði fyrir
norðan og austan.
Gögn Björns og samanburður milli rannsókna
Til þess að geta borið rannsóknirnar þrjár saman þurfti að vinna á nýjan hátt úr
gögnum Björns. Niðurstöður hans birtust í tveimur bókum, Mállýzkum I og II,
en framburðarspjöldin, frumgögnin, eru varðveitt hjá Landsbókasafni Íslands —
Háskólabókasafni. Svo tilbrigðaparið harðmæli/linmæli sé tekið sem dæmi þá
skipti Björn málhöfum í þrjá flokka: Þá sem notuðu hreint harðmæli, hreint lin-
mæli og þá sem notuðu bæði afbrigðin, höfðu svokallaðan blandaðan framburð.
Niðurstöður RÍN og RAUN fela hins vegar í sér upplýsingar um tíðni
afbrigða, m.a. tíðni hvors afbrigðis hjá þeim sem nota blandaðan framburð. Því
er hægt að reikna tíðni harðmælis hjá tilteknum hópi eða á tilteknu svæði. Sú hefð
hefur skapast að varpa þessum tíðnitölum yfir í einkunnir. Linmæltir fá þá ein-
kunnina 100 en harðmæltir einkunnina 200 sem jafngildir að öll próforð hafi
verið borin fram með harðmælisframburði. Einkunnir á bilinu 101–199 endur-
spegla því hlutfall á bilinu 1–99%. Því hærri einkunn, því ríkulegra harðmæli.
Eins og sést á framburðarspjaldinu á mynd 1 á næstu síðu er langt í frá að
upplýsingar af þessu tagi blasi við.
Þetta er eins og dulmál sem finna þurfti lykilinn að.
Rannsókn á framburðarspjöldunum og öðrum heimildum um rannsókn Björns
leiddi í ljós að þrátt fyrir ákveðna óvissu var hægt að gefa málhöfum einkunnir á
sama hátt og í seinni rannsóknum.
Hægt var að ráða dulmálið.
Einstaklingar og samfélag
Undirtitill ritgerðarinnar Mál á mannsævi er „70 ára þróun tilbrigða í framburði
— einstaklingar og samfélag“. Hann vísar til tveggja nokkuð ólíkra viðfangs efna.
Með orðinu samfélag er vísað til athugunar á því hvernig landshlutabundnu
afbrigðin hafi þróast á kjarnasvæðum sínum á heildina litið. Ég sagði hér áðan að
48 málhafar af Norðausturlandi hefðu tekið þátt í öllum þremur rannsóknunum,
Mál á mannsævi 183