Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Page 194
finnur friðriksson
Andmæli við doktorsvörn
Margrétar Guðmundsdóttur
1. Inngangur
Forseti Hugvísindasviðs, forseti Íslensku- og menningardeildar, doktorsefni, virðu -
lega samkoma.
Við höfum nú hlýtt á greinargóða lýsingu doktorsefnisins, Margrétar Guð -
mundsdóttur, á því verki sem hér er lagt fram til varnar, Mál á mannsævi. 70 ára
þróun tilbrigða í framburði — einstaklingar og samfélag. Ástæðulaust er að rekja hér
efni ritgerðarinnar í smáatriðum frekar en höfundur hennar hefur þegar gert en
heilt á litið er óhætt að segja að talsverður fengur sé í þeim niðurstöðum sem hér
birtast og ekki síður í þeirri vinnu sem að baki þeim liggur. Ég hugsa að flest okkar
sem sitja hér í dag hafi — eða telji sig í það minnsta hafa — ágæta grunn þekkingu
á því sem í daglegu tali nefnist íslenskar mállýskur (hvort svo sem það er nú rétt-
nefni eða ekki) en held þó um leið að sú þekking einskorðist að mestu við eðli og
birtingarmyndir þeirra framburðarafbrigða sem þarna koma við sögu. Hins vegar
höfum við fæst mikla eða skýra innsýn í hver staða mállýsknanna eða fram-
burðarafbrigðanna er í dag og hvernig hún kann að hafa breyst á síðustu áratugum,
og sérstaklega þykir mér ólíklegt að mörg okkar hafi velt því sérstaklega fyrir sér
hvað kann að valda þróun afbrigðanna og hugsanlegum breytingum á notkun
þeirra, hvort heldur er innan samfélagsins í heild eða hjá einstökum málnotendum.
Það er hér sem Margrét stígur inn á sviðið. Eins og fram kemur í upphafs -
orðum ritgerðarinnar er hér unnið út frá grunnspurningunni hvernig breytast
tungumál? Leiðin að svarinu við þessari spurningu er svo vörðuð glímu Margrétar
við ýmsar stórar spurningar og fræðileg álitamál varðandi hugmyndir um breyti-
leika og málbreytingar. Í þeim efnum er leiðarvísa, ef svo mætti að orði komast,
einkum leitað í þeim tveimur kenningakerfum málvísindanna sem hvað mest
hafa fengist við spurningar af þessum toga en þar er annars vegar um að ræða
málkunnáttufræði og hins vegar félagsmálvísindi. Hér er því, með nokkurri ein-
földun, annars vegar reynt að svara því hvað í málkerfinu veldur því að mál breyt -
ast og hvaða stefnu þær breytingar taka og hins vegar hvaða félagslegu kraftar
kunna ýmist að liðka fyrir eða torvelda breytingar. Í ritgerð sinni leggur Margrét
áherslu á mikilvægi þess að sækja til beggja þessara sviða málvísinda enda komi
þættir úr þeim báðum oftast við sögu þegar málbreytingar eiga sér stað og geti þá
hvort heldur er unnið saman eða togað hvorir í sína áttina.