Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Qupperneq 195
Verkfærin sem Margrét vinnur svo með til að komast að niðurstöðu eru fjög-
ur þekkt pör af framburðarafbrigðum í íslensku, þ.e. harðmæli og linmæli, ein-
hljóðaframburður („skaftfellskur“) og tvíhljóðaframburður, raddaður framburður
og óraddaður, og hv-framburður og kv-framburður. Þróun þessara afbrigða er
síðan rakin í gegnum þrjú fyrirliggjandi gagnasöfn, sem eru hvert frá sínu tíma-
bilinu en spanna í sameiningu um 70 ár. Hér er í fyrsta lagi um að ræða gögn úr
framburðarrannsókn Björns Guðfinnssonar á 5. áratug síðustu aldar, í öðru lagi
efni úr hinni svokölluðu RÍN-rannsókn (þ.e. Rannsókn á íslensku nútímamáli),
sem unnin var á 9. áratugnum, og í þriðja lagi efni úr RAUN-rannsókninni svo-
nefndu (þ.e. Málbreytingar í rauntíma í íslensku hljóðkerfi og setningagerð), sem er
nú um 10 ára gömul. Auk þessa er, eftir þörfum og föngum, bætt við gögnum úr
ýmsum minni rannsóknum, einkum nýlegum. Ekki fór fram ný gagnasöfnun
gagngert fyrir þetta verkefni, enda meginmarkmiðið að búa til það yfirlit yfir
þróun yfir lengri tíma sem hér er lagt fram og gögnin úr fyrrnefndri RAUN-
rannsókn eru ekki eldri en svo að þau ættu að gefa nokkuð góða vísbendingu um
stöðuna í dag. Í það minnsta er ljóst að Margrét hefur hér dregið saman og unnið
úr á einum stað gríðarlega umfangsmiklum gögnum sem gefa kost á bæði sýndar-
tíma- og rauntímaathugun á þróun þeirra framburðarafbrigða sem greind eru.
Þessi vinna er nauðsynleg til að ná einu af meginmarkmiðum verksins, sem er að
greina og fjalla um ævibreytingar, þ.e. breytingar sem verða í máli fólks eftir mál-
tökuskeið í æsku, og þátt þeirra í þróun og útbreiðslu málbreytinga. Það framlag
sem felst í þessari gagnavinnu einni og sér er afar dýrmætt og kemur þar ekki síst
til eins konar „nútímavæðing“ efnis úr rannsókn Björns Guðfinnssonar sem
Margrét hefur lagst í af aðdáunarverðri natni.
Upp úr öllu þessu gagnasafni og vinnunni við það spretta síðan upp ýmsar
undirspurningar út frá fyrrnefndri grunnspurningu, og eins og Margrét sýndi í
kynningu sinni reynir hún að stofni til að svara eftirfarandi rannsóknarspurning-
um:
a. Hvernig hafa framburðarafbrigðin þróast á 70 árum?
b. Má sjá tengsl þessarar þróunar við málfræðilega þætti eða félagslega, eins
og viðhorf eða þróun samfélagsins?
c. Að hve miklu leyti breytir fólk máli sínu á lífsleiðinni?
d. Hvernig ferli er það þegar fullorðið fólk breytir máli sínu þegar tiltekið
framburðarafbrigði sækir á, er það til að mynda einkennandi fyrir konur
frekar en karla og er það jafnt ferli eða bundið einu aldursskeiði frekar en
öðru?
e. Er slík þróun mismunandi eftir því hvers kyns slíkar breytingar eru?
Flestar þessar spurningar klofna svo í enn fínkornóttari undirspurningar eftir því
sem greiningu og umfjöllun Margrétar vindur fram, en fjallað er um öll fram-
burðarafbrigðin frá ýmsum sjónarhornum og þau greind bæði í tíma og rúmi, ef
svo mætti að orði komast, þar sem þróun hvers þeirra um sig á 70 ára tímabili er
Andmæli við doktorsvörn Margrétar Guðmundsdóttur 195