Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Síða 200
að best væri að komast að því hvað liggur þarna að baki, fyrst hún
talar um að frekari rannsókna sé þörf?
Margréti verður nokkuð tíðrætt um það að ritgerðinni sé ætlað að bæði lýsa og
skýra þær málbreytingar sem til umfjöllunar eru og að til þess að ná því markmiði
muni hún flétta saman málkunnáttufræðum og félagsmálvísindum. Eftir því sem
leið á lesturinn fékk ég það þó æ sterkar á tilfinninguna að það ríkti ákveðið ójafn-
vægi í hlutverkum þessara tveggja kenningakerfa sem lýsti sér þannig að Margrét
horfir fyrst og fremst til málkerfisins í leit að skýringum á breytingunum en
notar félagsmálvísindin frekar til að lýsa þróun þeirra. Þetta sést t.a.m. í kafla
5.10.6 sem ber heitið „Margir kraftar að verki“ og er ætlað að draga saman niður -
stöður Margrétar. Þar getur hún ýmissa málfræðilegra þátta sem hugsanlegra
skýringa en eini málfélagslegi þátturinn sem virðist koma til greina er viðhorf
málnotenda til hinna svæðisbundnu afbrigða. Vegna þessa vil ég nú spyrja:
ix) Er það svo að Margrét telji málfræðilega þætti hentugri til útskýr -
inga á þeim breytingum sem greint er frá og, ef svo er, hvers vegna?
Og ef svo er ekki, í hverju felst skýringarmáttur hinna félagslegu
þátta þá helst?
Margrét talar allvíða um það (t.d. í upphafi og í lok 6. kafla, þar sem niðurstöður
eru dregnar saman) að hún telji meginniðurstöðu sína vera þá að ýmsir mál fræði -
legir og félagslegir kraftar spili saman eða togist á í málbreytingum og að þar með
verði að hafa vítt sjónarhorn í rannsóknum á þessu sviði. Um leið benda niður -
stöður Margrétar til þess að hvert þeirra tilbrigðapara sem hér var til umræðu hafi
þróast með sínum hætti, á grunni einstakrar samsetningar málfræðilegra og félags -
legra krafta sem við sögu komu í tengslum við hvert þeirra. Á þessum grunni vil
ég spyrja:
x) Má, í þessari nokkuð óreiðukenndu heildarmynd, greina einhver
drög að almennum reglum eða tilhneigingum sem virðast gilda um
málbreytingar — er eitthvað sem bendir til þess að hér sé um „skipu-
legt kaos“ að ræða frekar en „hreint kaos“ þar sem það samspil krafta
sem gildir um eina breytu og þróun hennar þarf ekki að hafa nokk-
urt forspárgildi um það hvaða leið önnur breyta fer? Höfum við hér
t.d. einhverjar vísbendingar um að almennt vinni einföldunarferli
eins og á sér stað við afröddun á ákveðinn hátt með vissum félagsleg-
um kröftum á meðan innbyggður breytileiki, sbr. einhljóða-/tví-
hljóðaframburð, vinnur með þeim á annan hátt?
Þá fer að líða að lokum míns hluta þessara andmæla og um leið og ég þakka
Margréti fyrir greinargóð svör og áhugaverðar umræður langar mig, mest fyrir
forvitni sakir, til þess að ljúka þessum hluta með eftirfarandi, að því er virðist,
ósköp einföldu spurningu:
Finnur Friðriksson200