Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Page 205
ætla ekki að lýsa því nákvæmlega, en ég á við að hún sat í nefndum á borð við
skólanefnd eða sóknarnefnd, tók þátt í félagsstarfi eins og kvenfélagi. Myndin
sem birtist þannig af æviskeiði þessarar konu var dóttir aðfluttrar móður sem
varð með tímanum rótgróinn Norðlendingur. Það rímar við breytingar á harð -
mælisnotkun. Auðvitað er ekki hægt að fullyrða neitt, en það sló á áhyggjur af
óvissu í túlkun gagnanna.
Í seinni rannsóknum voru viðtöl tekin upp — enginn fór um á hrossi — en
samt kom svona óvissutilfinning líka upp í tengslum við þær. Í RÍN sást til
dæmis að Suður-Þingeyingar af Björnskynslóð höfðu breytt framburði sínum
meira en aðrir Norðlendingar frá því í rannsókn Björns. Hjá næstu kynslóð jafn -
aðist þessi munur út. Þetta var óneitanlega grunsamlegt, en þá gerði ég alveg eins
og þegar efasemdir vöknuðu um túlkun gagna frá Birni. Ég reyndi að leita af mér
allan grun með því að leggjast yfir úrtakið og skoða það frá öllum hliðum. Ég
athugaði til dæmis hvort ójafnvægi væri í því eftir svæðum í Suður-Þing eyjar -
sýslu. Ég fann enga slíka skýringu þannig að eftir stóð að Suður-Þingeyingar
skæru sig úr að þessu leyti — en ég fann reyndar heldur enga skýringu á því.
Svar við spurningu iv): Það er rétt að gögnin eru ekki hversdagslegur fram-
burður í þeim skilningi að rannsakaður hafi verið framburður í kunningja- eða
vinasamtölum. Hins vegar er stór kostur hversu lík gagnaöflunin var sem gerir
gögnin hæfari til samanburðar en ella hefði verið. Það hefði ekki verið gott að
bera lesturinn í rannsókn Björns saman við kunningjasamtöl í seinni rannsókn-
um. Þetta er auðvitað vegna þess að strax í RÍN-rannsókninni var stefnt að saman -
burði við rannsókn Björns. Það hefði þó ekki þótt forsvaranlegt á tímum RÍN að
styðjast aðeins við lestur og því skoðuðu þátttakendur einnig myndir og þannig
voru kölluð fram orð þar sem búast mátti við ólíkum framburði eftir landshlut-
um. Fyrstu myndirnar í myndalistanum voru af hlutum sem eiga sér mörg heiti,
fötu og bjúga. Þetta leiddi gjarna til umræðu hjá fullorðnu fólki og beindi athygl-
inni að orðum en ekki framburði. Tilfinningin fyrir þessum samtölum er að fólk
hafi verið merkilega afslappað, ekki í mjög „formlegum stellingum“. Á eftir
mynda listanum lásu þátttakendur svo texta, sem gerir samanburð við rannsókn
Björns raunhæfari.
Rannsóknin beinist því að framburði við tiltölulega líkar aðstæður, ekki hvernig
hann breytist við mismunandi aðstæður. Það er önnur rannsókn sem vissulega er
tilefni til að gera. Á það má hins vegar minna að framburður við aðstæður eins og
voru í rannsóknunum er líka „raunverulegur framburður“. Við tölum ekki bara
„hversdagslega“.
Svar við spurningu v): Ég safnaði nú nýjum gögnum. Þegar athugun á gögnun-
um leiddi í ljós aukna notkun harðmælis á síðustu áratugum hjá fullorðnu fólki,
sem kom mér satt að segja í opna skjöldu, fannst mér mikilvægt að afla upp -
lýsinga um hvort sú gæti einnig verið raunin hjá ungmennum. Ég spurði mig
Svör við andmælum Finns Friðrikssonar 205