Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Page 207
arnar hafi þurft að vera aðrar en á kjarnasvæðinu. Í RÍN var raddaður framburður
eiginlega alveg úr sögunni hjá ungmennum. Það þýddi að athugun á ævibreyting-
um, þ.e. þróun hjá fullorðna fólkinu, þurfti að snúast um hvernig raddaður fram-
burður hefðist við á fullorðinsárum þegar svo háttaði til að hann væri horfinn úr
máli yngsta fólksins. Það er auðvitað athyglisverð spurning en mér fannst eins og
þessi kafli væri ekki til þess fallinn að dýpka myndina sem fékkst með því að
skoða kjarnasvæðið, heldur „ný mynd“. Ég ákvað því að einblína á kjarnasvæðið
og beitti þessu kunna „trixi“, að segja við sjálfa mig: „Ég skrifa bara grein um
þetta seinna.“
Svar við spurningu vii): Hér ertu eiginlega kominn með sjálfa lífsgátuna. Ef
málbreytingar leiða til einföldunar og eru að einhverju leyti knúnar áfram af slíkri
tilhneigingu, af hverju er íslenskan þá ekki orðin einföld eftir allan þennan tíma?
Í rannsókninni skoða ég þetta „málfræðilega flækjustig“ í því ljósi að mál-
breytingin sé þegar komin af stað. Ég velti því fyrir mér hvort blandað málum-
hverfi sé misjafnlega „flókið“ eftir því hvers konar málbreyting á í hlut. Ég álykta
að blandað umhverfi raddaðs og óraddaðs framburðar sé tiltölulega „flókið“ og
það sama gildir um hv- og kv-framburð þó að það sé á annan hátt. Ég kemst að
þeirri niðurstöðu að blöndun harðmælis og linmælis sé ekki flókin á sama hátt og
loks virðist blöndun einhljóða- og tvíhljóðaframburðar af öðrum toga því að ein-
hljóðið minnir svo rækilega á sig þó að tvíhljóðaframburður sæki á. Ég skoða því
ekki stöðuna áður en málumhverfið er orðið blandað og held að það sé dálítið
annað viðfangsefni.
Svar við spurningu viii): Það hefur verið dregið fram í rannsóknum að þegar
fólk eldist og hefur komið sér vel fyrir í lífinu eigi það minna undir því að tala
einhvers konar viðurkennt mál en þeir sem yngri eru. Afturhvarf til eldri fram-
burðar, sem er á undanhaldi, getur verið birtingarmynd þess. Ég skoðaði ævi-
breytingar út frá því hvort þær yrðu frekar á fyrri eða seinni hluta ævinnar.
Mörkin þar á milli voru dregin við aldurinn um fimmtugt vegna þess að Björns -
kynslóðin, þ.e. fólkið sem tók þátt í öllum rannsóknunum, var um fimmtugt í
RÍN. Það kom í ljós að á seinni hluta ævinnar sé lítil tilhneiging til að fylgja eftir
þeim málbreytingum sem sjást í máli ungmenna. Framburður ýmist stendur í
stað eða leitar til eldra afbrigðisins. Það rímar við þessa umfjöllun um mál mark að -
inn. Hins vegar kom fram meiri breytileiki á fyrri hluta ævinnar. Þar kom aftur-
hvarf líka fram, sem líklegra er þá að rekja megi til félagslegra þátta. En munur-
inn er sá að svo er að sjá sem eldra fólk hafi bara þessa tvo möguleika, stöðugleika
eða afturhvarf. Þegar ég talaði um að frekari rannsókna væri þörf held ég að ég
hafi fyrst og fremst haft í huga þessa athugun mína á þeim skilum sem ég sá um
miðja ævi og þá ekki aðeins með málmarkaðinn eða eitthvað slíkt í huga heldur
hæfni fólks til að breyta máli sínu þegar líður á ævina.
Svör við andmælum Finns Friðrikssonar 207