Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Page 214
mál og heila virðist gera skörp skil milli málkunnáttufræði og þeirrar nálgunar
sem víða þekkist nú orðið undir merkjum félagslegra málvísinda. Hér á undan
hafa verið nefnd sem dæmi hugtökin sociolinguistic competence og sociolinguistic
monitor og er óþarfi að rekja fleira til að undirstrika það álit að í ritgerðinni hefði
mátt halda því betur til haga að í raun er af ýmsu að taka í rannsóknum á hugræn-
um ferlum hvað varðar félagslega eða samskiptalega þáttinn í málkunnáttunni. Í
því sambandi má vitna í niðurlag nýlegrar greinar í Language þar sem talað er um
growing body of research in sociolinguistic cognition showing that social
and linguistic knowledge are linked in the minds of speakers, and that this
knowledge is utilized not only in speech perception but also in speech pro-
duction. (Wade 2022:91)
Vel má vera að brúargerðin milli málkunnáttufræðinga og félagsmálvísindamanna
sé komin talsvert lengra en ætla má af umfjöllun um hugræn ferli í kaflanum um
mál og heila. Meðal hinna síðarnefndu má finna ágæta brúarsmiði. Ég tek því
undir orð Margrétar á bls. 39 (sjá hér á eftir) um minnkandi „sambúðarvanda“
málkunnáttufræði og félagsmálvísinda.
5. Myndun og mat
5.1 Tvær hliðar
Þegar rætt er um framburð og rannsóknir á honum eru augljóslega alltaf tvær
hliðar á ferðinni. Aðra mætti kalla „framleiðslu“, eða hið hljóðfræðilega og hljóð -
myndunarlega sem snýr að mælandanum, og síðan er það viðtakan, eða hljóð -
skynjun og mat, sem snýr að viðmælandanum. Í þessari rannsókn eru gögnin byggð
á hljóðskynjun og mati þess rannsóknarfólks sem hlustar; ekki eðlis fræðilegum
hljóðfræðimælingum. Þetta er ákveðin aðferðafræðileg forsenda hér. Í ritgerðinni
er ítarlega greint frá aðdáunarverðri viðleitni Margrétar og annarra til að sam-
ræma matið milli rannsókna og rannsakenda. Það þykir e.t.v. of sjálfsagt til að
hafa orð á því en hér er um ákveðið grundvallaratriði að ræða þegar framburðar-
rannsóknin er kynnt til sögunnar: Ef til dæmis Jósefína fær einkunnina 150 undir
breytunni „raddaður framburður“ þá er sú tala nefnilega ekki eðlisfræðileg umrit-
un á hljóðbylgjum úr talfærum Jósefínu, sem birst hafi t.d. á hljóðrófsmyndum,
heldur skynjun annarra á tali hennar.
5.2 Breytilegt málumhverfi og málaðstæður fullorðinna
Rannsakendurnir voru á vissan hátt í sambærilegri stöðu og viðmælendur eru í
venjulegum aðstæðum og samtölum sem eru að hlusta á náunga sinn og meðtaka
framburðinn, og eftir atvikum að gera sér meðvitað eða ómeðvitað einhverja hug-
mynd um mælandann út frá því. Enginn er eyland, eins og sagt er, og það er
Ari Páll Kristinsson214