Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Page 217
rannsókna á ævibreytingum hefði e.t.v. gefist tilefni til mun nákvæmari og ítar-
legri umfjöllunar og vangaveltna um samspil málkunnáttunnar við breytilegt mál-
umhverfi fullorðinna enda mæta þeim gjarna margvíslegar tegundir ílags í dag-
legu lífi, og í mismunandi hlutföllum. Í máltöku barna er jafnan gert ráð fyrir því
að ílagið sé lykilatriði og komið hafa fram sannfærandi tilgátur um mikilvægi
hlutfallsins milli mismunandi tilbrigða. Því má vel spyrja hvort líku máli kunni
að gegna hvað varðar ævibreytingar. Við getum hugsað okkur fullorðinn málnot-
anda sem ver hálfum vökutíma sínum á tilteknum vinnustað, í samskiptum við
fólk úr ýmsum áttum, fjórðungi vökutímans í netmiðla og fjölmiðla, og fjórðungi
vökutímans í samskiptum við sína nánustu. Tilefni gæti sem sé verið til að spyrja
hvort máli skipti fyrir ævibreytingar í hvaða málnotkunarlega samhengi málnot-
endur komast í kynni við „nýjar upplýsingar“ og hver hlutföllin eru.
ii) Í þessu sambandi fýsir mig að vita hvaða augum Margrét lítur
blandaðan framburð eða innri breytileika sem kann að tengjast mis-
munandi aðstæðum við málnotkun, aðlögun að mismunandi við -
mælendum (t.d. annars vegar á vinnustað og hins vegar heimili), per-
sónulegum markmiðum, hlutverkum í lífinu, félagslegri merkingu
og þar fram eftir götunum. Hefur innri breytileiki sem þannig er til
kominn í máli fólks einhver þau áhrif í stóru myndinni að reikna
verði með þeim þegar ævibreytingar eru skoðaðar og skýrðar? Hvaða
áhrif hafa ólíkar tegundir ílags í málumhverfi fullorðinna?
6. Segja gögnin eitthvað um félagsnet?
Ég gat ekki varist þeirri tilfinningu við lestur ritgerðarinnar að mér þætti ekki alltaf
skýrt samband milli fræðilega yfirlitsins í 2. kafla og úrvinnslu og ályktana af
efniviðnum í 3.–5. kafla. Dæmi um það sem mér fannst vera misvægi milli al -
mennu umfjöllunarinnar í inngangsköflum, og síðan túlkunar niðurstaðna, varðar
hugtakið félagsnet. Það er nefnt 26 sinnum í ritgerðinni en sú tíðni skýrist að hluta
til af því að á alls þremur stöðum í ritgerðinni er nokkuð vel greint frá rannsókn-
um James og Lesley Milroy á Norður-Írlandi, en þau eru sem kunnugt er frum -
kvöðlar í athugunum á þætti félagsneta í breytileika og málbreytingum. Þrátt
fyrir ítrekaða umfjöllun um fyrirbærið segir á bls. 47: „Rannsóknin Mál á manns-
ævi hefur takmarkaðar upplýsingar um þessa þætti [umræðan hafði snúist um
kynjaðan breytileika] og raunar engar um félagsnet.“
Hér vil ég raunar staldra við síðustu staðhæfinguna, sem sé þá að hin viða -
miklu gögn sem unnið er úr í þessari rannsókn geymi engar upplýsingar um
félagsnet. Lesanda flýgur í hug hvort bakgrunnsupplýsingar um þátttakendur í
rannsóknunum gefi ekki eitthvað til kynna um félagsnetin, t.a.m. ættir og fjöl-
skyldutengsl, sömu vinnustaði, sama bekk eða skóla, sama kennara, sömu götu í
þéttbýli, nálæga sveitabæi í dreifbýli, íþróttafélag, ungmennafélag eða eitthvað
Andmæli við doktorsvörn Margrétar Guðmundsdóttur 217