Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Page 222
burður önnur. Þetta hefur orðið að nokkurs konar hefð og fyrir vikið beinast
rannsóknir að hvoru afbrigði fyrir sig. Við spyrjum um útbreiðslu þessara form-
einkenna, harðmælis og raddaðs framburðar, en ekki: „Hvernig talar Norðlend -
ingur?“ Við vitum ekki hvort þau formeinkenni sem einkenna mál Norðlendinga
mynda knippi sem hafi félagslegt hlutverk, eigi þátt í sjálfsmynd og samsömun
Norðlendinga. Um leið vitum við ekki mikið um hvað er á bak við hugtök eins
og norðlenska þegar „venjulegt fólk“ notar þau. Það er væntanlega einhver blanda
af formeinkennum, eins og rödduðum framburði, og einhverjum óljósum hug-
myndum, einhverri ímynd sem við vitum ekki nógu mikið um, en þó nógu mikið
til að sjá að ímynd norðlensku er jákvæð.
Í símaviðtölunum sem ég tók fiskaði ég eftir því hvað byggi á bak við hugtök
eins og norðlenska. Þá sá ég meðal annars að þekking fólks á einkennum einstakra
svæða er takmörkuð. Fólk kannski þekkir eitthvert framburðarafbrigði en tengir
það ekki við rétt svæði. Í erlendum rannsóknum hefur fólk stundum hlustað á
máldæmi og síðan merkt inn á kort hvaðan mælandinn væri. Eftir viðtölin gaf ég
það frá mér að nota þá aðferð.
Það kom líka vel fram í viðtölunum að það er ekki bara þannig að hugtök eins
og norðlenska hafi óljósa og alls konar merkingu. Orðið harðmæli þarf til dæmis
alls ekki að vísa til þess sem málfræðingar kalla harðmæli. Ég tók einhvern tíma
saman lista yfir það sem orðið harður eða hart vísaði til í viðtölunum og það var
ótrúlega fjölbreytt. Einn viðmælandi minn notaði til dæmis hart um framburðinn
[sɪɣni] (Signý með önghljóði). Það finnst mér einmitt ekki mjög hart. Þetta orð er
mjög gjarna notað þegar viðhorfin eru jákvæð. Hart er gott. Þetta sýnir manni vel
hvað rannsóknir af þessu tagi geta verið snúnar. Þegar fólk lýsir framburði geta
orðin haft aðra merkingu en hjá málfræðingum.
Mér finnst við vita alltof lítið um hvernig tengslum milli máls og svæða er
háttað í huga fólks.
heimildir
Björn Guðfinnsson. 1946. Mállýzkur I. Ísafoldarprentsmiðja, Reykjavík.
Björn Guðfinnsson. 1964. Um íslenzkan framburð. Mállýzkur II. Ólafur M. Ólafs son og
Óskar Ó. Halldórsson unnu úr gögnum höfundar og bjuggu til prentunar. Studia
Islandica 23. Heimspekideild Háskóla Íslands og Bóka útgáfa Menn ingarsjóðs, Reykja -
vík.
Chambers, J.K. 2002. Dynamics of dialect convergence. Journal of Sociolinguistics 6(1):
117–130.
Daníel Þór Heimisson. 2019. Í lestri hann er [laŋkʏr] og ber en í tali frekar [strauŋkʏr] og þver.
Um vestfirskan einhljóðaframburð. Ritgerð til BA-prófs, Háskóla Íslands, Reykjavík.
<http://hdl.handle.net/1946/32895>.
Hanna Óladóttir. 2017. Skólamálfræði. Hver er hún og hver ætti hún að vera? Um markmið og
áhrif málfræðikennslu á unglingastigi grunnskólans. Doktorsritgerð, Háskóla Íslands,
Reykjavík. <https://hdl.handle.net/20.500.11815/393>.
Margrét Guðmundsdóttir222