Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Page 227
Ritdómar
Eiríkur Rögnvaldsson. 2022. Alls konar íslenska. Hundrað þættir um íslenskt
mál á 21. öld. Mál og menning, Reykjavík. 355 bls.
1. Inngangur
Undanfarin ár hefur Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri mál -
fræði við Háskóla Íslands, verið mjög áberandi í umræðum um íslenskt mál í net-
heimum. Þar hefur hann verið óþreytandi við að birta ýmiss konar pistla bæði á
Facebook-síðu sinni og á heimasíðu sem hann heldur úti, sem og í Facebook-hóp-
unum Málvöndunarþátturinn og Málspjall, en Eiríkur stendur að baki þeim síðar-
nefnda. Þessi pistlaskrif hans mynda bakgrunn þeirrar bókar sem hér er til um -
fjöllunar en segja má að hún sé einhvers konar samantekt á því efni sem Eiríkur
hefur birt á áðurnefndum vefsvæðum. Eins og Eiríkur bendir á sjálfur í inngangi
bókarinnar er hún því ekki hefðbundið hlutlægt fræðirit, þó að fræðilegum
vinnubrögðum sé beitt eins og kostur er, heldur væri nær að tala um einhvers
konar stefnuyfirlýsingu Eiríks um stöðu íslensks máls og ýmis álitamál varðandi
notkun þess, og hvaða slóð sé rétt að feta á næstu árum. Bókina segir Eiríkur
síðan sprottna upp úr þörf fyrir breytingar á íslenskri málfarsumræðu þannig að
hún verði jákvæðari og umburðarlyndari gagnvart ýmsum tilbrigðum enda sé
íslenska sameign okkar allra og nauðsynlegt að skapa jákvæðara viðhorf gagnvart
henni til að tryggja vöxt hennar og viðgang. Hér er því um margt sleginn annar
tónn en oftast hefur viðgengist í umræðum um tunguna.
2. Alls konar íslenska
Eins og fram kemur í undirtitli bókarinnar geymir hún alls hundrað þætti um
íslenskt mál. Þessum þáttum er svo deilt niður á þá þrjá meginhluta sem bókin
skiptist í. Vert er að geta þess strax að enda þótt greina megi skýrt samhengi á
milli einstakra hluta og þátta bókarinnar, og að grunnafstaða Eiríks um um -
burðarlyndi og jákvæðni í umræðum um tungumálið gangi sem rauður þráður í
gegnum allt verkið, ræðst bygging hennar fyrst og fremst af stuttum þáttum
sem geta flestir hverjir staðið á eigin fótum og ekki er nauðsynlegt að lesa bók-
ina sem eina samfellda heild frá upphafi til enda. Allt eins er hægt að grípa niður
í þeim þætti sem kann að vekja áhuga lesandans hverju sinni. Því mætti jafnvel
halda fram að æskilegra sé að lesa bókina þannig þar sem ýmis stef koma ítrekað
Íslenskt mál 44 (2022), 227–232. © 2022 Íslenska málfræðifélagið, Reykjavík.