Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Blaðsíða 228
við sögu og geta virkað heldur endurtekningasöm þegar bókin er lesin í einum
rykk.
Fyrsti meginhluti bókarinnar nefnist „Íslenska 21. aldar“. Hann skiptist svo
aftur í þrjá styttri hluta sem geyma hver um sig átta þætti. Segja má að fyrstu tveir
hlutarnir hér, „Málstaðall, málvenjur, málvillur“ og „Staða íslenskunnar“, myndi
ákveðna samfellu en þriðji hlutinn, „Kynjamál”, er heldur sértækari. Í fyrsta hlut-
anum byrjar Eiríkur á að gera grein fyrir því hvernig hann breyttist úr „málvönd-
unarmanni í reiðareksmann“ (bls. 19), þ.e. hvernig efasemdir tóku að kvikna hjá
honum um hefðbundna íslenska málvöndunarstefnu um leið og hann áttaði sig á
nauðsyn þess að tryggja hlutdeild alls málsamfélagsins í málinu frekar en að nota
það sem einhvers konar valdatæki þar sem sumum er haldið niðri, m.a. á grunni
þess að þeir noti málið ekki á „réttan“ hátt. Í framhaldinu rekur hann nauðsyn
þess að íslenskur málstaðall, þ.e. gildandi viðmið um hvað telst vera rétt mál, verði
endurskoðaður og meira tillit tekið til hversdagslegrar málnotkunar almennings í
því samhengi. Eiríkur leggur ekki fram beina tillögu að því hvaða mynd end-
urskoðaður málstaðall ætti að taka á sig, enda sé slík endurskoðun ekki bara hrist
fram úr erminni, auk þess sem óljóst er hver ætti að annast hana og fylgja henni
eftir, en notar samt sem áður þá þætti sem á eftir þessari umræðu koma til að
greina frá ýmsum grundvallaratriðum afstöðu sinnar. Þannig ræðir hann nauðsyn
þess að hafna ekki málbreytingum umhugsunarlaust á grunni þess að þær falli
ekki að málstaðlinum heldur taka þær til skoðunar án fordóma til að geta skýrt
hvaðan þær koma og tekið upplýsta afstöðu til þess hvort þær teljast æskilegar eða
ekki. Sú lína sem Eiríkur dregur í þessum efnum er þríþætt en hann lítur svo á
að málbreyting geti talist óæskileg ef hún minnkar fjölbreytileika málsins, ef hún
dregur úr skilningi okkar á málfari fyrri kynslóða og ef hún raskar grundvall-
arþáttum málkerfisins. Um leið undirstrikar hann þó að ekki megi dæma eða
flokka fólk eftir málfari og að nauðsynlegt sé að viðurkenna fjölbreytileika ís -
lenskunnar, hvort sem hann tengist aldri, stöðu eða búsetu fólks, enda felist í
hon um lífsnauðsynlegt fjörefni.
Þessari grunnumræðu um afstöðu Eiríks er fylgt eftir í hlutanum „Staða
íslenskunnar“. Hér bendir hann fyrst á að íslenskt mál er að flestu leyti í afar líf-
vænlegri stöðu þrátt fyrir smæð málsamfélagsins en eyðir síðan nokkru púðri í að
greina helstu ógnir sem steðja að málinu. Aukið áreiti frá ensku er þar rauður
þráður, en það birtist í gegnum þætti eins og vaxandi ferðamannastraum, alþjóða -
væðingu og snjalltækjabyltinguna, og áhrif þess sjást m.a. í skertu notkunarsviði
íslenskunnar og minnkandi hlutdeild hennar í málumhverfinu, sem aftur opnar
fyrir aukin áhrif ensku á íslenskt málkerfi. Eiríkur bendir þó líka á ýmsar mót-
vægisaðgerðir sem styrkt geta stöðu íslenskunnar. Í því samhengi leggur hann
sérstaka áherslu á lestur og mikilvægi góðs lestrarefnis fyrir börn og unglinga,
auk íslensks fjölmiðlaefnis og tölvuleikja. Um leið þurfi foreldrar að sinna upp-
eldis- og fyrirmyndarhlutverki sínu af kostgæfni með því að tala sem mest við
börnin á íslensku og reyna að rækta með þeim jákvætt viðhorf til málsins. Að
mati Eiríks hefur skólinn hér líka mikilvægu hlutverki að gegna en því verði betur
sinnt með lestri og skapandi vinnu með málið en með endalausri greiningarvinnu
Ritdómar228