Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Page 229

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Page 229
og málfræðistagli sem sé oftar en ekki beint gegn langt gengnum málbreytingum sem feli í sér litla eða enga ógn við íslenskt málkerfi. Að lokum bendir Eiríkur svo á að þótt vissulega megi líta á ensku sem ógnvald í ákveðnum skilningi sé ekki þar með sagt að hún sé sérstakur óvinur íslensku. Þvert á móti sé enska og notkun hennar orðin óhjákvæmilegur og nauðsynlegur hluti af daglegu lífi flestra Ís - lendinga en marka þurfi skýrari stefnu um hvar og hvenær sé rétt að nota hana og hvar tryggja þurfi að íslenska haldi sínum hlut. Eiríkur leggur ekki fram nein svör í þessum efnum en telur rétt að umræðan fari af stað hið snarasta. Sem fyrr segir er síðasti partur þessa fyrsta meginhluta, „Kynjamál“, heldur sér- tækari en hinir fyrri tveir en hér tekur Eiríkur fyrir eitt helsta hitamál málfarslegrar umræðu síðustu ára, þ.e. kynjamál og kynhlutleysi í máli. Rekur hann hér t.a.m. ýmis vandkvæði sem fylgja því að karlkyn sé notað sem ómarkað eða hlutlaust kyn í íslensku, en orðalag eins og „allir ætla að mæta“ sé í augum margra kvenna og kyn- segin fólks útilokandi og til marks um karllægni í málinu sem standist ekki skoðun í nútíma samfélagi. Eiríkur ræðir ýmsar leiðir sem reynt hefur verið að fara til að mæta þessum vanda, svo sem notkun fornafnsins hán, mögulega notkun kynhlut- lausra starfsheita og aukna notkun menni í stað maður í samsetningum eins og for- menni og blaðamenni. Afstaða Eiríks í þessum efnum er á heildina litið sú að mál - samfélagið hljóti að stjórna því með tíð og tíma hvað verður samþykkt og hverju hafnað, án þess að þar þurfi að koma til einhver miðstýring, en um leið sé þó sjálf- sagt að sýna því fólki virðingu sem vill láta vísa til sín með fornafninu hán eða hafnar karlkyninu sem hlutlausu kyni, rétt eins og það fólk þurfi að sýna því virðingu að flestum Íslendingum er tamt að nota karlkynið í hlutlausu hlutverki. Hér þurfi því að sýna því einhvers konar gagnkvæma tillitssemi að mismunandi málvenjur geti verið í gangi samtímis enda þoli málið það vel. Á heildina litið er umræðan í þessum fyrsta meginhluta bókarinnar skýr og skorinorð og afstaða Eiríks kemur berlega í ljós um leið og hún er víðast góðum rökum studd. Hugsanlega má rekja hina skýru framsetningu til hins nokkuð knappa þáttaforms bókarinnar sem krefur höfundinn um að koma sér hratt og örugglega að kjarna máls. Um leið má segja að hið knappa form sé á köflum helsti galli þessara þátta þar sem umræðan hefði hér og þar þolað heldur meiri dýpt. Eins og getið hefur verið nefnir Eiríkur til að mynda að málbreyting geti talist óæskileg torveldi hún skilning á milli kynslóða eða ógni málkerfinu en ekki gefst mikið svigrúm til að ræða nánar hvernig breyting getur torveldað skilning eða ógnað málkerfinu. Með svipuðum hætti er minnst á nauðsyn góðs lestrarefnis og skapandi vinnu með málið en síðan er ekki rætt mikið nánar hvað gerir lestrarefni gott eða hvað á að felast í þeirri skapandi vinnu sem Eiríkur auglýsir eftir. Að sama skapi má færa rök fyrir því að óskandi hefði verið að Eiríkur hefði gert atlögu að því að skilgreina hvernig hann sér endurskoðaðan málstaðal fyrir sér eða hvernig hann telur rétt að afmarka notkun ensku í íslensku málsamfélagi. Hann kallar eftir umræðu um bæði þessi atriði og þá hefði kannski ekki verið úr vegi að leggja inn enn beinna framlag til þeirrar umræðu en hér er gert. Um leið er vert að hafa í huga upphafsorð Eiríks í inngangi um að bókin sé ætluð þeim sem hafa áhuga á íslensku máli og eigi ekki að krefjast mikillar málfræðikunnáttu. Hætt er Ritdómar 229
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.