Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Qupperneq 235
Ritfregnir
David Šimeček. 2021. The Old Norse Periphrastic Future: The Origin, Gram -
maticalization and Meaning. Doktorsritgerð frá Karlsháskóla, Prag. 175 bls.
<https://dspace.cuni.cz/handle/20.500.11956/171073>.
David Šimeček varði doktorsritgerð sína 13. október 2021. Aðalleiðbeinandi var
Jiří Starý, sérfræðingur í norrænum fræðum við Karlsháskóla í Prag. Andmælendur
voru Þórhallur Eyþórsson, Háskóla Íslands, og Michael Schulte, Háskólanum í
Ögðum í Kristiansand. Markmið ritgerðarinnar er að setja fram kenningu sem
geti útskýrt hvernig samsett framtíð varð til í fornnorrænnu. Fornnorræna — eða
öllu heldur forveri hennar, frumnorræna — var eins og önnur gömul germönsk
mál upphaflega með því tvíundartíðakerfi sem hún erfði úr frumgermönsku. Hún
hafði nútíð og þátíð en enga sérstaka mynd til að tjá framtíð. Í tímans rás þróuðu
hin einstöku germönsku tungumál samsettar framtíðarmyndir með því að nota
ýmsar hjálparsagnir, en flestar þeirra komu frekar seint fram – ekki fyrr en fyrstu
fornritin voru samin. Nútíðarmyndir höfðu því verið helsta tjáningarleið framtíðar
í flestum germönskum mállýskum á elsta stigi. Fornnorræna er hins vegar undan -
tekning frá þessu þar sem framtíð var vanalega tjáð með samsettri mynd með
hjálparsögninni munu.
Í ritgerðinni er í fyrsta lagi sýnt fram á að munu var algengasta tjáningarleið
framtíðar í norrænu óháð þeim textum þar sem sögnin kemur fyrir, en merking
hennar var frekar hlutlaus. Hún birtist þegar í elstu heimildum, þ.e. dróttkvæðum
9. aldar. Þetta er í mótsögn við hina framtíðartáknunina, sögnina skulu, en notkun
hennar til að tjá framtíð var sjaldgæfari og merking hennar var nær merkingu
háttarsagnar. Til skýringar má nefna dæmi um notkun sagnanna í Njáls sögu (22.
kafla) þar sem Njáll ráðleggur Gunnari og spáir samtímis fyrir um atburðarásina:
Þú skalt segja, at þú sér eyfirzkr maðr. Hann mun spyrja, hvárt þar sé allmargir
ágætir menn. Œrinn hafa þeir klækiskap, skalt þú segja. Er þér kunnigt til
Reykjardals? mun hann segja; kunnigt er mér um allt Ísland, skalt þú segja.
Sú staðreynd að framtíðarmerkingin er sterkari í sögninni munu en háttar merk -
ingin í skulu er sýnd nánar í greiningu á þeim leiðum til að tjá framtíð sem notaðar
eru í fornnorrænum spádómum og bölbænum. Sögnin munu er algengust í
spádómum, enda er fram tíðarmerkingin þar mjög fyrirferðarmikil, en skulu (ásamt
viðtengingarhætti) aftur á móti í bölbænum þar sem hún tjáir skipun eða ósk (sem
framkvæmd verður í framtíðinni).
Könnun á kerfisvæðingu sagnarinnar munu hefur sýnt að þegar á 9. öld hafði
sögnin merkingar sem þróuðust úr framtíðarmerkingunni, einkum þekkingar -
Íslenskt mál 44 (2022), 235–236. © 2022 Íslenska málfræðifélagið, Reykjavík.