Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Page 237
Frá Íslenska málfræðifélaginu
Skýrsla um starfsemi félagsins
frá 27. maí 2021 til 20. júní 2022
Aðalfundur félagsins var haldinn 27. maí 2021 á kaffistofu kennara í Árna -
garði. Þar var kosið í stjórn og önnur embætti á vegum félagsins. Stjórnin
var öll endurkjörin: Eiríkur Rögnvaldsson for maður, Elma Óladóttir gjald -
keri, Dagbjört Guðmundsdóttir ritari, Ingunn Hreinberg Indriða dóttir
meðstjórnandi, Ásta Svavars dóttir, Einar Freyr Sigurðsson og Þórhallur
Eyþórs son ritstjórar, Hildur Hafsteinsdóttir og Nede lina Ivanova vara-
menn, Ari Páll Kristinsson og Sigríður Sigurjónsdóttir skoðunarmenn
reikn inga, Ingibjörg Frímannsdóttir fulltrúi félagsins á aðalfundi Málræktar-
sjóðs.
Vegna samkomutakmarkana af völdum COVID-19 hefur starf félags-
ins verið með minnsta móti undan farin tvö ár, að því undanskildu að
unnið hefur verið að útgáfu Íslensks máls eins og venjulega og ritið kom út
á árinu. Á þessu starfsári tókst þó að halda Rask-ráðstefnu sem féll niður
árið áður, og Málvísindakaffi var haldið ellefu sinnum.
Málvísindakaffi
Málvísindakaffi var eins og áður haldið í hádeginu á föstudögum, yfirleitt
í Árnagarði, þegar fyrirlesarar fengust og samkomutakmarkanir hömluðu
ekki. Fyrirlesarar voru bæði innlendir og erlendir og viðfangsefni af ýms -
um toga. Hér fer á eftir yfirlit um dagskrána frá síðasta aðalfundi:
• 17. september 2021 fluttu Eva Hrund Sigurjónsdóttir meistara-
nemi og Stefanie Bade doktorsnemi erindi sem nefndist „Hreimur
og skiljanleiki: Að greina áhrif hljóðfræðilegra einkenna í tali út -
lend inga“.
• 24. september 2021 flutti Sigríður Sæunn Sigurðardóttir doktors-
nemi erindi sem nefndist „Breyting í kortunum: Um uppkomu og
þróun óákveðins greinis í íslensku“.
• 15. október 2021 flutti Sigurður Hermannsson málfræðingur erindi
sem nefndist „Hvað þarf marga Íslendinga til að búa til orðabók?“.
• 22. október 2021 flutti Sigríður Mjöll Björnsdóttir, PhD, erindi