Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Page 238
sem nefndist „Að alhæfa eða ekki alhæfa. Regluleiki og tilbrigði í
íslenskri nafnorðabeygingu“.
• 29. október 2021 flutti Haukur Þorgeirsson, rannsóknardósent á
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, erindi sem
nefndist „Tími kaktusperunnar“.
• 10. desember 2021 fluttu Finnur Friðriksson dósent og Ásgrímur
Angantýsson prófessor erindi sem nefndist „„Ju, ofcourse máttu
joina“ – Íslensk-ensk málvíxl framhaldsskólanema á samfélags -
miðlum“.
• 18. febrúar 2022 fluttu Einar Freyr Sigurðsson rannsóknarlektor,
Finnur Ágúst Ingimundarson MA og Matthew Whelpton pró-
fessor erindi sem nefndist „Samræmi við hulin nafnorð“.
• 25. febrúar 2022 flutti Vésteinn Snæbjarnarson, MSc í tölvunar -
fræði, erindi sem nefndist „IceBERT: mállíkön fyrir íslensku –
niðurstöður og möguleikar“.
• 4. mars 2022 flutti Thomas Pierre Hammel erindi sem nefndist
„Handform skráð í ELAN: Fónetík og fónem í íslensku tákn-
máli“.
• 25. mars 2022 flutti Gregg Thomas Batson, aðjunkt og doktors-
nemi í ensku, erindi sem nefndist „Challenging the Status of Main
Clause Phenomena in the Complement Clauses of English“.
• 8. apríl 2022 flutti Yvan Rose, prófessor við Memorial University
of Newfoundland, erindi sem nefndist „Phon for research on
phonology and acoustic phonetics, across all languages and speaker
populations“.
35. Rask-ráðstefnan um íslenskt mál og almenna málfræði
Áformað var að halda 35. Rask-ráðstefnuna á venjulegum tíma í lok janú-
ar og hafði verið gengið frá vali fyrir lesara. Vegna þess að samkomutak-
markanir voru hertar í janúar reyndist nauðsynlegt að fresta ráðstefnunni
en hún var svo haldin í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins 2. apríl 2022. Þar
voru flutt átta erindi um ýmis svið málfræðinnar en nokkrir fyrirlesarar
gengu úr skaftinu vegna breyttrar tímasetningar og veikinda.
• Árni Davíð Magnússon, Halldóra Jónsdóttir og Steinþór Stein gríms -
son: „Orðabók Blöndals í stafrænum heimi“.
• Kristín Bjarnadóttir: „Af langtíma pólitískum ágreiningi: Örsaga
um villugreiningu, orðmyndun og orðflokkagreiningu og vanga-
veltur um vélræna leiðréttingu“.
Frá Íslenska málfræðifélaginu238