Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Page 239
• Guðrún Þórhallsdóttir: „„Við getum ekkert sagt“. Sjónarmið, þögn
og stóryrði í umræðunni um notkun kynja“.
• Ásgrímur Angantýsson og Finnur Friðriksson: „„Saveaðu storyið
þitt og sendu mér það“ – Form og staða íslensk-enskra málvíxla og
blöndunar í máli framhaldsskólanema á samfélagsmiðlum“.
• Haukur Barri Símonarson og Hulda Óladóttir: „Handan þáttunar
og mörkunar: Næsta kynslóð málfanga“.
• Agnes Sólmundsdóttir, Dagbjört Guðmundsdóttir, Lilja Björk
Stefánsdóttir og Anton Karl Ingason: „Vondar vélþýðingar. Um
kynjahalla í íslenskum vélþýðingum“.
• Iris Edda Nowenstein, Anton Karl Ingason og Joel C. Wallen -
berg: „Skilyrtur breytileiki: Að erfa þágufallshneigð“.
• Jóhannes Gísli Jónsson og Iðunn Kristínardóttir: „Forsetningar -
liður sem viðtakandi í tveggja andlaga sögnum“.
Ráðstefnan var að vanda vel sótt og þótti takast ágætlega.
Íslenskt mál
Íslenskt mál kom út á útmánuðum – 43. árgangur, 2021. Rit stjórar eru
Ásta Svavarsdóttir, Einar Freyr Sigurðsson og Þórhallur Eyþórsson. Vinna
við næsta árgang er vel á veg komin.
Áskrifendur að Íslensku máli, einstaklingar og stofnanir, eru um 270
samtals. Félagið sótti um styrk úr Málræktarsjóði og fékkst vilyrði fyrir
styrk að upp hæð 350 þúsund krónur.
Kynningarmál
Félagið er með sérstaka Facebook-síðu sem notuð er til kynningar. Heima -
síða félagsins með ýmsum upplýsingum um sögu þess og starfsemi er á
veffanginu <malfraedi.hi.is>. Einnig hefur félagið sérstakt tölvupóstfang,
islensktmal@hi.is, til afnota fyrir Íslenskt mál.
Tilkynningar um viðburði á vegum félagsins eru einnig sendar til
félagsmanna í tölvupósti og birtar á Facebook-síðu félagsins. Stærri við -
burðir eins og ráðstefnur eru kynntir víðar, s.s. í við burðadagatali Há -
skólans, á vef Árnastofnunar o.fl. Þegar þess er óskað sendir félagið einnig
stundum út tilkynningar um viðburði á vegum annarra sem ætla má að
eigi erindi við félags menn.
Eiríkur Rögnvaldsson, formaður
Frá Íslenska málfræðifélaginu 239