Heilbrigt líf - 01.12.1958, Blaðsíða 7
Dr. med. Gísli Petersen, yfirlœknir:
Geislun og geislahætta
Skömmu eftir uppgötvun röntgengeislanna (1895),
fundust geislavirk efni í náttúrunni. Henri Beequerel fann
geislun frá úraníum 1896 og Marie og Pierre Curie ein-
angruðu radium 2 árum síðar. Síðan hafa fundizt fleiri
geislavirk efni í jarðskorpunni. Þessi þungu frumefni
senda frá sér ósýnigeisla sjálfkrafa, þ. e. eru geislavirk.
Geislanin er svipaðs eðlis og röntgengeislar, en hún er
mismunandi kröftug, eftir þvi hvert efnið er og hve
mikið er af því. Geislarnir smjúga því mismunandi djúpt.
Auk' þessarar geislunar koma geislar utan úr himingeimn-
um, geimgeislar, sem smjúga allt dautt og lifandi á yfir-
horði jarðar.
Náttúrugeislunin (natural radiation baekground)J) er
margþætt og rná þar telja geimgeisla, jarðgeisla, geislun
frá geislavirkum efnum í andrúmslofti og innri geislun
frá efnum í mannslíkamanum.
Geimgeislarnir koma utan frá himingeimnum úr óra-
fjarlægð, en upptök þeirra eru þó ekki fyllilega kunn.
Þegar þeir lenda á ytri lögum loftlijúps jarðar, rekast
þeir á frumeindir loftsins og ldjúfa þær, en við það mynd-
ast ný kjarnageislun, sem einnig er orkumikil og fer í
gegnum gufuhvolfið. Geislunin síast á leið sinni, svo að
aðeins lítill hluti hennar kemst til jarðar, en það eru
orkumestu geislarnir, sem sumir fara djúpt í jörð niður.
1) Smbr. grein eítir sama höf. Heilbr. líf XI, 1—3. ’52.
Heilbrigt lij
ö