Heilbrigt líf - 01.12.1958, Blaðsíða 47
Umferðarslys frá sjónarmiði
taugaskurðlækna
E. Busch, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla, sem
er mörgurn Islendingum góðkunnur, og læknarnir Kezia
Christensen og Bjarni Jónsson birta fróðlega skýrslu und-
ir þessari fyrirsögn i riti, sem nefnist „Trafikskador i
Skandinavien“ eða umferðarslys í Skandinavíu 1957.
Þar er gerður samanburður á árangri lieila- og tauga-
skurðlækninga á sjúklingum, sem lent liöfðu í umferð-
arslysum á árunum 1947—51 og 1952—56 í Danmörku.
Fyrra fimm ára tímabilið fara alls 30.869 sjúklingar
í spítala vegna höfuðmeiðsla, en skýrslan fjallar aðallega
um þá, sem fóru i spítala austan Stórabeltis, þ. e. tæp-
lega 15.000 manns.
Þar af höfðu 49% orðið fyrir umferðarslysum. Af þeim
létust alls 6%, en 32% af þeim, sem fluttir voru í heila-
og taugaskurðdeildir, sem sýnir, að þangað hafa farið stór-
slasaðir menn.
Þótt 40% slysanna orsakist af reiðhjólum, valda vél-
knúin ökutæki hvorki meira né minna en 74% hanaslys-
anna.
Dánarldutfall taugaskurðdeildanna er hærra hjá öku-
slysasjúklingum en öðrum, vegna þess að hlutfallslega
margir þeirra fengu heilamar, sem varð veigamesta dán-
arorsökin. — Mun færri dóu af þeim, sem hægt var að
heita aðgerð við.
Skýrsla áranna 1952—56, sem nær aðeins yfir sjúklinga
taugaskurðdeildanna, sýnir, að fjöldi þeirra, sem leggja
Heilbrigt líf
45