Heilbrigt líf - 01.12.1958, Blaðsíða 49
þar margt til greina, m. a. það, að meðvitundarlausir
sjúklingar fá öndunarpípu, sem lögð er i efra barkaop,
og ef meðvitundarleysið stendur lengi, er iögð inn önd-
unarpípa gegnum barkaskurð.
Mörgum liefir verið bjargað með því að lækka líkams-
hitann, með lyfjum eða öðrum kælingaraðferðum.
Margir þessara manna verða meiri eða minni öryrkjar
eftir slysin og þurfa sérstakrar umönnunar lengi á eftir.
Sérstaka áherzlu leggja tauga- og heilaskurðlæknarnir
á það, að maður, sent blotið hefur svo mikinn lieilaáverka,
að liann verði meðvitundarlaus, sé fluttur varlega af slys-
staðnum til spítalans.
Verður að gæta ])ess vel, að losað sé um hálsmál, til
þess að fötin þrýsti ekki á hálsæðarnar, svo að sjúkling-
urinn geti andað óhindrað. Svona sjúkling á ckki að flytja
liggjandi á bakinu, eftirlitslausan.
Heppilegt er talið, að meðvitundarlausir sjúklingar séu
látnir hvíla á bægri hlið, með útréttan liægri fót, en vinstri
fót lítið eitt krepptan. Talið er mjög æskilegt, að í sjúkra-
vagninum sé sogdæla, sem liægt er að setja í samband
við bifvélina og tengja við iiana (dæluna) stutta, beygða
gúmmíslöngu, sem látin er liggja i neðra munnvik sjúk-
lingsins. 1 Danmörku hefir hjálmur, sem ökumenn l)if-
bjóla nota til lífðar liöfði, komið að góðum notum og
stundum afstýrt banaslysum.
Liéknarnir leggja þó höfuðáherzlu á það, að ökumenn
sýni fyllstu varúð i akstri, forðist of hraðan akstur og
fylgi ökureglum af fremsta megni.
Væri þessa betur gætt, mætti forðast mörg þessara
alvarlegu slysa, sem stöðugt eru að færast í vöxt, eftir
þvi sem tækni verður fullkomnari, vegir greiðfærari,
ökutæki fleiri og hraðskreiðari.
Ökuslysin eru orðin eitt erfiðasta vandamál nútímans.
Heilbrigt líf
47