Heilbrigt líf - 01.12.1958, Blaðsíða 28
Ungverska flóttafólkið á Islandi
I dag, 21. október 1958, eru tvö ár liðin frá því „að
byltingin brauzt út í Ungverjalandi. Senn eru tvö ár
liðin frá því, að 52 ungverskir flóttamenn lcomu til fs-
lands að frumkvæði Rauða kross Tslands. Þykir því rétt,
að gerð verði nokkur grein fyrir afdrifum hinna ung-
versku flóttamanna.
f heild má segja, að þeim liafi vegnað vel, bæði hefur
Rauði kross fslands reynt að greiða götu þeirra og fólkið
mætt almennum velvilja. Sumir urðu svo að segja sam-
stundis sjálfbjarga. Öðrum hefur þurft að hjálpa við
livað eina, og liafa sumir hverjir fengið verulega fjár-
hagsaðstoð, bæði vegna dugleysis þeirra sjálfra og vegna
erfiðleika, sem voru ófyrirsjáanlegir.
Rauði krossinn hefur talið réttara að veita flóttafóliv-
inu fjárhagsaðstoð af því fé, sem á sínum tíma safnað-
ist lil ungverska flóttafólksins hér og liafði ekki verið
ráðstafað til annarra þarfa. Heppilegra var talið, að fá
fólkið til þess að festa rætur hér, heldur en það sneri
aftur til þess að skapa nýja erfiðleika við að finna því
samastað.
Fulltrúi flóttamannastof-nunar Sameinuðu þjóðanna,
Mr. G. Rrouwer, sem var liér á ferð s.l. sumar, féllst al-
veg á þessi sjónarmið, enda hefur flóttamannastofnunin
verið látin vita um þessa ráðstöfun.
Af þeim 52, sem komu til fslands, lézt ein kona hálfu
ári eftir komuna, en sex hafa snúið aftur til Ungverja-
26
Heilbrigt líf