Heilbrigt líf - 01.12.1958, Blaðsíða 80
5. Atvinna og ævistarf. Störf voru flokkuð eftir eðli
starfsins og vinnutíma. Mjög erfitt var að meta og mæla
ýms af þessum atriðum. Þó var talið fullvist, að rúm 90%
af kransæðasjúklingum liafi átt við að stríða óvanalega
milda andlega starfserfiðleika, ábyrgð og kvíða, samfara
óeðlilega löngum vinnudegi, að sjálfsögðu voru öll auka-
störf reiknuð með þegar vinnutími var mældur. Þannig
höfðu 71 % sjúkl. um langan tíma unnið meira en 60 klst. á
viku og sjaldan tekið sér frí um lielgar. Hjá 20% gætti
mjög öryggisleysis og kvíða. Niðurstaðan varð sú, aðkrans-
æðastífla væri 5 sinnum algengari hjá þeim, sem unnu
óeðlilega langan vinnudag við ábyrgðarrík og erilsöm störf.
Þar sem ekki var unnt að mæla þau atriði, sem þessar síð-
ustu niðurstöður miðast við, á lilutlægan mælikvarða, þá
fylgja hér með nokkrar sjúkrasögur til að útskýra nánar
hvernig þeim störfum var háttað, sem talið var að fælu i
sér óeðlilega mikla áreynslu, spenning og kvíða.
1. sjúkrasaga: 25 ára maður vinnur á pósthúsi við
afleysingar. Til þess að auka tekjur sínar og í þeirri von
að fá fast starf, vann liann ævinlega eftirvinnu og tók
sér ekki frí um helgar nema einu sinni á mánuði eða
sjaldnar Ilann neytti venjulegrar fæðu og engir hjarta-
sjúkdómar voru í ættinni. Eftir sex mánuði í þessu starfi
komu fram fyrstu sjúkdómseinkenni og seinna krans-
æðastífla með skemmd í hjartavöðva.
2. sjúkrasaga: 39 ára framkvæmdastjóri hafði
hyggt upp blómlegt verzlunarfyrirtæki ásamt félaga
sínum með mikilii vinnu, — oft 70 ldst. á viku.
Um mánaðartíma áður en hann fékk hjartakast, vann
hann oft allan sólarhringinn, til þess að ljúka verki fyrir
ákveðinn tíma. Daginn eftir að hann liafði lokið verk-
inu, var hann önnum kafinn að undirhúa stúdentsprófs-
veizlu fyrir dóttur sína, en þá féklc hann skyndilega
hjartakast — stíflu á grein í kransæðakerfi. Engir hjarta-
78
Heilbrigt líf