Heilbrigt líf - 01.12.1958, Blaðsíða 45
ári til árs, þeirra, er látasi úr lungnabólgu, og ekki taliö
líklegt að breyting verði á því á næstunni.
Færri sjúkrarúm, fleiri sjúklingar.
Geðveikissjúklingar fylla nú 40—50% allra sjúkrarúma
i Evrópu og Norður-Ameríku. Það skortir pláss fyrir marg-
ar þúsundir, sem þarfnast sjúkraliúsvistar. Hvað skal gert?
Nýjar lækningaraðferðir, sem nú eru notaðar víða um
lönd, kunna að koma að miklu gagni. Sem dæmi má nefna,
að í Yille-Evrard sjúkrahúsinu i Frakklandi var meðal-
legutimi sjúklinga rúmlega eitt ár, en nú fjórir mánuðir.
Þetta sjúkrabús, sem vistaði 550 manns 1948 og innritaði
100 sjúldinga árlega, hefur nú aðeins 270 rúm og veitir
þó 600 nýjum sjúklingum læknishjálp ár hvert og tala ævi-
sjúklinga lækkaði úr 50% í 7%.
Barnaveiki á undanhaldi.
Þessi sjúlcdómur, sem var algengur í byrjun þessarar
aldar, er nú stöðugt á undanlialdi, einkum í Evrópu, en
þar var bann skæðastur. Hann er víða horfinn alveg í
mörgum löndum, t. d. í Bretlandi og Danmörku, síðan
farið var að bólusetja gegn honum. Árið 1948 veiktust af
honum 119.000 manns í Evrópu allri, en nú tæplega helm-
ingi færri. 1 28 löndum í Asíu, Ameríku og Evrópu dóu
úr honum 5148 árið 1950, en 1955 2824.
Kíghósti gerir enn usla.
Hann er í rénun, þótt liann sé enn skæðastur barnasjúk-
dóma. í 28 löndum dóu af bans völdum 26.325 árið 1950
en 10.376 1955. Hann er skæðastur í ungbörnum (undir
1 árs), en í þeim aldursflokki hefur dauðsföllum fækkað
mest, þ. e. úr 7874 árið 1950 í 1623 1955.
Kíghósti hefur sérstöðu meðal ungbarnasjúkdóma að
því leyti, að hann banar fleiri meyjum en sveinum.
Heilbrigt líf
43