Heilbrigt líf - 01.12.1958, Blaðsíða 84
nægilegur og taka æfinlega frí um helgar. I nútíma-þjóð-
félagi hefur gildi boðorðsins „halda skaltu hvíldardaginn
heilagan“ verið staðfest með vísindalegum athugunum.
III. Fitumagn í mat. Stilla skal í lióf neyzlu á fitu, eins
og reyndar allra fæðutegunda, sem innihalda mikið magn
af hitaeiningum. Forðast ber ekki aðeins einhliða neyzlu á
fitu frá spendýrum, heldur her einnig að neyta fitu frá
fiskum og fitu úr jurtaríkinu, sem inniheldur ómettaðar
fitusýrur og margir lelja slíka fitu heppilegasta.
Þessar bendingar miðast eingöngu við þær rannsóknir
sem að framan er lýst. Þær taka til fólks á aldrinum 25—
40 ára og geta enganveginn talizt tæmandi leiðheiningar
um varnir gegn kransæðasjúkdómum, slíkt er heldur ekki
unnt að láta í té vegna skorts á þekkingu á þessu sviði.
Mörg atriði eru enn mjög umdeild þrátt fyrir víðtækar
athuganir, má þar einkum nefna cigarettureykingar, lík-
amlega áreynslu og neyzlu áfengis.
Þótt þekking sé lílil getur hún komið að verulegu gagni
sé henni rétt beitt, takmarkanir hennar er nauðsynlegt
að þekkja og haga leiðbeiningum eftir því, varast her að
ætlast til of mikils, það leiðir til ófarnaðar og vonbrigða.
/Óvíst er að nokkurn tíma verði unnt að gefa einhlýt ráð
til varnar kransæðasjúkdómum og hrörnunarsjúkdómum
almennt, er því óviturlegt að híða eftir að því marki verði
náð.
Þekking á þessu sviði vex vissulega stöðugt og sé lienni
beitt á réttan hátt munu kransæðasjúkdómar bráðlega
hætla að aukast og áður en langt um líður taka að minnka
með ári hverju.
82
Heilbrigt líf