Heilbrigt líf - 01.12.1958, Blaðsíða 86
samþykkt, að allar þær gjafir, sem til Rauða krossins
kynnu að berast, skyldu renna til hjálpar hinu nauðstadda
fólki i Frejus i Suður-Frakklandi. Nokkrir úr stjórn R.K.Í.
gengu nú fyrir fáum dögum á fund ambassadors Frakk-
lands hér og tilkynntu honum þessa ákvörðun Rauða
krossins.
A afmælisdaginn bárust R.K.I. gjafir frá eftirtöldum:
Elliheimilinu Grund kr. 500.00, I.S.H.B. kr. 1000.00, N.N.
kr. 500.00, N. kr. 30,00, Á. B. kr. 500,00, G. kr. 100,00,
Á. kr. 100,00, Ó. kr. 100,00, og mun þessum gjöfum, ásamt
framlagi frá Rauða krossi Islands, fljótlega ráðstafað i
þágu fólksins í Frejus.
Sæmd heiðursmerkjum Rauða kross íslands.
Forseti Islands liefur þann 10. desember 1959, að tillögu
nefndar heiðursmerkis Rauða kross Islands, sæmt þessa
Islendinga heiðursmerkjum Rauða kross Islands:
Ilúsfrú Ingunni Sveinsdóttur, Akranesi, heiðursmerki
annars stigs. Hún var einn af stjórnendum Rauða kross-
deildar Akraness, hefur allt frá byrjun verið í stjórn deild-
arinnar og um langan aldur sýnt málefnum Rauða kross-
ins sérstakan álniga.
Skúla Þorsteinsson, kennara, fyrrum skólastjóra á Eski-
firði, heiðursmerki annars stigs. Hann var stofnandi ung-
lingadeildar Rauða krossins á Eskifirði og var í nær tvo
áratugi forystumaður deildarinnar. Hefur hann jafnan
sýnt málefnum Rauða krossins og svipaðra samtaka sér-
stakan velvilja. — Fréttatilk. frá slcrifstofu forseta Islands.
Myndin á siðunni til hægri var tekin, þegar afhending heiðurs-
merkjanna fór fram á skrifstofu forseta. T. v. Skúli Þorsteinsson,
dr. Gunnlaugur Þórðarson, ritari R.K.Í., fr. Ingunn Sveinsdóttir
og forseti íslands hr. Ásgeir Ásgeirsson.
84
Heilbrigt líf