Heilbrigt líf - 01.12.1958, Blaðsíða 42
sem í sumum löndum eru orsök þriðjungs allra slysa, þá
drukknanir, brunaslys, sprengingarslys og eitranir.
Barni og móður heilsast vel.
Mun færri konur deyja nú af barnsförum og fleiri börn
fæðast lifandi.
í sumum löndum hefur dánartala fæðandi kvenna lækk-
að um 90 af bundraði siðustu 2 áratugi. Árið 1955 var dán-
arblutfallstala mæðranna, miðað við 1000 lifandi fædd
börn, lægst í Nýja-Sjálandi, 0.4, en 3.8 fyrir 20 árum.
Þar sem framfarir eru örastar er breytingin mest, t. d.
á Ceylon, þar sem lækkun befur orðið úr 20.5 1936—38
í 4.1 1955.
Ungbarnadauði er nú minnstur i Svíþjóð og befur lækk-
að úr 22 af þúsundi 1951 í 17 árið 1956 (samkv. beilbrigð-
isskýrslum 1954 var ungbarnadauði bér á landi þ. e. á einu
ári 18.2 af 1000).
Malaría, skæð sótt, sem brátt getur orðið viðráðanleg.
Þrír fjórðu hlutar mannkynsins búa við malaríu. Fram
til 1918 fengu 300 milljónir manna malaríu árlega og 3
milljónir drap hún. Á 10 árum hefur baráttan gegn lienni
lækkað þessar tölur um 30%, en þrátt fyrir það er þessi
sjúkdómur geysistórt alþjóðlegt heilsufræðivandamál.
Líkur eru til þess að hægt verði að sigrast að fullu á
malaríunni með þeim skordýralyfjum, sem nú er völ á,
ef þau eru notuð nógu ákaft i fyllsta mæli áður en skor-
dýrin verða ónæm fyrir þeim. Sums staðar i Evrópu er
næstum unnin fullur sigur á malaríu. I Suður-Evrópu sýkt-
ust 4 milljónir manna af henni á ári áður en farið var að
úða með D.D.T. lyfjum, en nú aðeins 10 þúsundir. I Ráð-
stjórnarríkj unum sýktust 4.33 milljónir árlega rétt eflir
síðari heimsstyrjöld, en 1956 fengu aðeins 13 þúsund veik-
ina og búizt við að hún verði alveg horfin upp úr 1960.
I Suður- og Mið-Ameríku ógnaði veikin 135 milljónum ár-
lega, en nú hefur sú tala lækkað í 105 milljónir og barátt-
40
Heilbrigt líf