Heilbrigt líf - 01.12.1958, Blaðsíða 31
Nýjasta aðferð
við lífgunartilraunir
Blástursaðferðin.
Nefnd frá Rannsóknarráði bandarískra liáskóla, sem
fjallar um lífgunartilraunir, ræddi á fundi sínum liinn
3. nóv. 1958 um árangur af rannsóknum á lífgun úr
dauðadái, sem Rauði kross Bandaríkjanna og fleiri að-
iljar gengust fyrir. Nefndin var sammála um að blásturs-
aðferðin (munn við munn aða munn við nef aðferðin)
mundi heppilegust til lífgunartilrauna á köfnuðu fólki,
bæði börnum og fullorðnum, þegar engin hjálpartæki
væru við hendina og einn maður yrði að framkvæma
lífgunartilraunirnar.
Áherzla er á það lögð, að hefja strax lífgunartilraun-
ir, þegar komið er að köfnuðum manni, hvort sem köfn-
unin stafar af slysi eða veikindum.
Sérliver aðgerð, sem beinist að því að halda opinni loft-
rás öndunarfæranna og flytja loft í lungun á manni í
dauðadái er ómetanleg.
Öndunaraðferðin, sem hér um ræðir, hefur þann kost,
að framkalla þrýsting, sem strax þenur út lungu iiins
sjúka. Einnig gerir liún þeim, sem björgunartilraunina
annast, það kleift, að fylgjast með árangri tilraunanna.
A rænulausum manni, sem er hættur að draga andann,
er hætt við að tungan loki fyrir efra barkaop sjúldingsins.
Aðferðir þær, sem sagt er frá Iiér á eftir, eiga að tryggja
opnun öndunarfæranna, einkum blástursaðferðin, og get-
ur einn maður framkvæmt þá aðferð.
Heilbrigt líf
29