Heilbrigt líf - 01.12.1958, Blaðsíða 61
ofvöxtinn á þeim og gera viðeigandi ráðstafanir til þess
að fyrirbyggja meiriháttar sköddun á kjálkanum.
Þegar tennur liafa verið teknar, koma skörð, sem
minnka og þrengjast með tímanum, vegna þess að tenn-
urnar sein sitja aftar, færast fram. Skeður það á þann
hátt, að þær verða fyrir stöðugum þrýstingi þegar bitið
er og tuggið. Við það eyðist smám sainan beinið frarnan
við tönnina, en nýtt hleðst upp að aftan. Ef tannskorp-
an væri ekki, gæti þetta ekki átt sér stað, því hún heldur
tönninni stöðugt í réttum skorðum með vexti sínum og
nýmyndun. Oft myndar hún líka vef utan um tannbrot,
sem eftir sitja í kjálkanum eftir tanndrátt.
Þegar tannsteinn er fjarlægður eða tennur burstaðar
ógætilega, getur eitthvað af tannskorpunni numizt í burt
eða slitnað af, og þá verður hið viðkvæma tannbein bert.
Hvorttveggja verður því að gerast varlega. —
Verði tennurnar fyrir áverka, t. d. höggi, getur liluti
af tannskorpunni losnað frá tannbeininu og er hætt við
að tönn, sem fyrir því verður, komi úr því að litlu gagni
ef ekki grær. Þverbrotni rætur, geta brotin sameinazt
og gróið með nýmyndun tannskorpu, sem sameinar
brotin.
Heilbrigt Uf
59