Heilbrigt líf - 01.12.1958, Blaðsíða 83
leg, innan þeirra takmarka, sem við á í hverju tilfelli.
Um þelta atriði er ekki unnt að gefa neinar almennar
reglur, heldur verður að meta og ákveða þarfir og getu
hvers einstaklings í þessu efni.
Um reykingar er það að segja, að þær voru rúmlega
tvöfalt tíðari lijá kransæðasjúklingum en samanburðar-
liópnum. Við heildarathugun kom í ljós að þeir, sem
hjuggu við spenning og kvíða, reyktu mest. Af þessum
athugunum er því ekki unnt að segja neitt um áhrif
reykinga á tiðni kransæðasjúkdóma.
Þrátt fyrir þessar og fjölda margar aðrar rannsóknir
er þekking manna á kransæðasjúkdómum mjög takmörk-
uð, og liin raunverulega orsök kratnsæðasiggs óþekkt.
Þó má gera ráð fyrir, að þær niðurstöður, sem hér hefur
verið sagt frá, feli í sér nokkrar hagnýtar upplýsingar,
sem eigi erindi til almennings, og geti komið þar að
nokkru gagni fyrir þá, sem áhuga hafa á að forðast þenn-
an sjúkdóm eftir því sem unnt er. Slíkar varúðarreglur
þarf að laka upp á unga aldri, fyrr en varir getur það
orðið um seinan.
Þær rannsóknir, sem liér hefur verið skýrt frá, gefa til-
efni til eftirfarandi ábendinga varðandi arfgengi, andlega
áreynslu og mataræði í samhandi við varúðarráðstafanir
gegn kransæðasjúkdónmm.
I. Arfgengi er sá þáttur, sem ekki er unnt að breyta, en
þeir, sem vita um kransæðasjúkdóma í ætt sinni, þurfa
öðrum fremur að gæta sin og fylgja reglum, sem komið
geta að gagni til þess að draga úr hættu þessa sjúkdóms.
II. Ofreynsla við andleg störf, sem liafa í för með sér
taugaspenning og kvíða ber sérstaklega að forðast. And-
leg þreyta er alltaf lúmskari en líkamleg þreyta og oft
hættulegri. Varúðarráðstöfunum verður helzt heylt á
þann hátt að stilla vinnutíma í hóf, ekki yfir 60 klst. á
viku, þar með talin aukastörf. Gæta þess að svefntími sé
Heilbrigt líf
81