Heilbrigt líf - 01.12.1958, Blaðsíða 8
Geislun vegna geimgeisla er því minnst við sj ávarboi’ð,
en eykst eftir því, sem ofar dregur í gufuhvolfið. Geim-
geislun er samsett af mismunandi frumeindaögnum, svo
sem prótónum, elektrónum, mesónum, nevtrónum o. fl.2),
og eiga þær mismunandi þátt í geislaorku náttúrugeisl-
unar eftir hæð frá sjávarborði.
Talið er, að geimgeislun nemi um 0,03 r3) á ári við
sjávarborð, og er þá miðað við orkumikla geisla, sem
smjúga allan líkamann. Þessi geislun er sem næst y500
af mesta geislaslcammti, sem nú er talinn hættulaus fyrir
starfsfólk i kjarnorkuiðnaði eða við geislastörf, en það
eru 0,3 r á viku eða um 15 r á ári. 1 15 þús. feta hæð
er geislunin fimmföld og í 20 þús. feta liæð um 10 sinn-
um meiri en við sjávarborð.
Flugmenn í háloftflugi fá þvi nokkru meiri geimgeisl-
un en hinir, sem eru á jörðu niðri, en þó er það óveru-
legl magn og miklu minna en geislun frá sjálflýsandi
skífum á tækjum i stjórnklefa flugvéla.
Jarðgeislun stafar af geislavirkum efnum í jarðskorp-
unni. Fáein þung frumefni, eins og úraníum og þórium,
eru aðaluppspretta geislunar, og einnig smávegis af radí-
um. Geislamagn úraníums og þóríums helmingast, þ. e.
minnkar um helming, á milljónum ára. Mynda þau og
radíum að lokum blýfrumeind, sem er ógeislavirk. En
áður en þvi stigi er náð, hefur myndazt fjöldi dóttur-
efna, sem mörg senda frá sér gammagageisala og kjarna-
agnir. Úranium og þóríum finnst nær allsstaðar á jörð-
2) Prótón er vetniskjarni með 1 einingu af jákvseðri rafhleðslu.
Eléktrón hefur 1 einingu af neikvæðri rafhleðslu. Minnsta ögn
frumeindar. Mesóna er að stærð milli prótónu og elektrónu.
Myndar meginhluti þeirra geimgeisla, sem smjúga djúpt. Nev-
tróna er án rafhleðslu. Nevtrónur og prótónur mynda undir-
stöðu í byggingu frumeindanna (atómanna). Nevtrónugeislun
er notuð við kjarnaklofningu.
3) r (röntgen) er mælieining fyrir röntgengeisla. mr. (milli-
röntgen) = 1/1000 r.
6
Heilbrigt líf