Kraftur - 2023, Page 8
B
ls
.8
Kraftur
Kolluna upp fyrir ….
Um 70 ungir einstaklingar greinast á ári hverju
með krabbamein og hefur það vissulega áhrif á
bæði þá sem greinast sem og fjölskyldur þeirra
og aðra ástvini. Kraftur er til staðar fyrir þá. Fólk
var hvatt til að setja upp kolluna þ.e. húfuna fyrir
einhvern ákveðinn eða hreinlega fyrir Kraft. „Heitið
- Fyrir hvern setur þú upp kolluna vísaði til þess að
oft á tíðum missir fólk hárið í krabbameinsmeðferð
og sumir velja að setja upp hárkollu. Við hvöttum
fólk til að sýna samstöðu með því að setja upp
„Lífið er núna“ kolluna sem er líka annað heiti
yfir húfu og vekja þannig athygli á málefnum
ungs fólk sem greinst hefur með krabbamein og
aðstandenda,“ sagði Þórunn Hilda Jónasdóttir,
markaðs- og kynningarfulltrúi Krafts.
Vöktum athygli víðsvegar
Átakið hófst svo sannarlega af krafti þar sem
Sóli Hólm mætti í Gísla Martein og kynnti til
leiks „Lífið er núna“ húfuna og árvekniátakið.
Fjölmiðlar tóku vel við sér og birtu auglýsingar
víðsvegar og viðtöl voru tekin við þá sem deildu
sinni reynslu í átakinu. Auglýsingar voru
birtar í sjónvarpi, kvikmyndahúsum, útvarpi,
tímaritum, blöðum, vefsíðum, strætóskýlum,
auglýsingaskiltum og að sjálfsögðu á hinum ýmsu
samfélgasmiðlum. Svo sannarlega má segja að
Kraftur hafi látið appelsínugula ljós sitt skína í
janúar og febrúar en það voru í kringum 60.000
snertingar bæði á Facebook og Instagram, um
23.000 heimsóttu vefina www.kraftur.org og
www.lifidernuna.is. Kraftur lét til sín taka á Tiktok
og talið að rúmlega 600.000 vegfarendur hafi séð
umhverfisauglýsingarnar svo eitthvað sé nefnt.
Appelsínugulir og svartir kollar um land allt
Húfurnar voru til sölu í vefverslun Krafts sem og
í helstu Krónuverslunum, Hagkaupum, Karakter
og Company’s. Auk þess tóku starfsmenn Krafts
sig til og voru með kynningar á Krafti og sölu
á húfunum í Smáralind og Kringlunni einn
laugardag á tímabilinu. Yfir sex þúsund húfur
seldust á tímabilinu og er virkilega ánægjulegt
að sjá húfuna á kollum landsmanna hvar sem
er í þjóðfélaginu hvort sem er á götum úti eða á
samfélagsmiðlum.
Fyrir hvern setur þú upp kolluna?
B
ls
.8