Kraftur - 2023, Page 9
B
ls. 9
Kraftur
Kynntu þér málið nánar með
því að taka mynd af QR
kóðanum með snjallsíma.
„Lífið er núna“ styrktartónleikar
Samhliða átakinu skellti Kraftur sér hringinn
í kringum landið og hélt styrktartónleika með
flottu tónlistarfólki. „Tilgangur ferðalagsins var
að minna fólk á að „Lífið er núna“ og muna að
njóta líðandi stundar en einnig til að minna fólk á
starfsemi Krafts og þá þjónustu sem félagið býður
sínum félagsmönnum,“ sagði Þórunn. Tónleikar
voru haldnir á Höfn, Neskaupstað, Akureyri,
Reykjanesbæ og hringferðinni lauk svo á sjálfum
baráttudegi gegn krabbameini, þann 4. febrúar, í
Iðnó í Reykjavík.
„Lífið er núna“ dagurinn
Kraftur hélt í fyrsta sinn upp á „Lífið er núna“
daginn fimmtudaginn 9. febrúar og hvatti þá
landsmenn alla til að skarta einhverju appelsínu-
gulu, staldra við og njóta líðandi stundar með
fólkinu í kringum sig. Fyrirtæki, skólar, félaga-
samtök, vinir og vanda menn voru öll hvött til að
taka höndum saman og njóta dagsins til hins
ýtrasta. Fjölmargir tóku þátt í deginum og er ljóst
að hann er svo sannarlega kominn til að vera og
verður haldinn næst fimmtudaginn 8. febrúar 2024.
Við viljum nýta tækifærið og þakka öllum þeim
sem tóku þátt í átakinu okkar á einn eða annan
hátt. Með ykkar hjálp getum við hjálpað öðrum.
B
ls. 9
Grein - Laila Sæunn Pétursdóttir