Kraftur - 2023, Blaðsíða 15
Grein
Sorg og reiði vegna þess sem hefur verið tekið frá
mér: Vinkona mín og valið um að eignast barn
sem væri líffræðilega mitt. Bugun vegna alls þess
sem þarf að gera – og er svo leiðinlegt: Mæta á
spítalann, tala við lækna, taka lyf. Leiði vegna
þess að hafa engan tilgang, vera ekki að vinna
og eyða megninu af deginum heima – því þú ert
þreytt, ónæmisbæld, veik eða leið – og kannski
allt þetta í einu.
Það er mjög auðvelt
fyrir einhvern sem
hefur ekki verið ung
manneskja og greinst
með krabbamein að
segja þetta: „Reyndu
að vera að jákvæð,
trúa því að allt gangi
vel. Bjartsýnin er allt,
vonin er sterkasta
vopnið.“ Og þegar
þetta er sagt við þig
hugsarðu kannski:
„Já, einmitt. Það er
auðvelt fyrir þig að
segja þetta.“
Klisjurnar sem hjálpa
Allt er þetta víst eðlilegt, og alls ekki óalgengt að
fólk sem gengið hefur í gegnum krabbameins-
meðferð mæti erfiðustu andlegu áskorununum
þegar meðferðinni er lokið. Sem betur fer á
ég góða að, er með frábæran sálfræðing og
yndislegan iðjuþjálfa – og ótrúlegt en satt þá
hjálpar margt sem er frekar klisjukennt.
Eitt af því er klisjan um að viðhorfið skipti öllu
máli. Að ef að þú reynir að vera með gott viðhorf
(ef svo má að orði komast) til veikindanna, með-
ferðar innar og aðstæðnanna sem þú ert í, þá verði
allt miklu auðveldara.
Staðreyndin er engu að síður sú að það hjálpar
að vera bjartsýn, að vera vongóð. Það er alls ekki
alltaf auðvelt að halda í bjartsýnina og vonina
– og stundum einfaldlega ómögulegt – en ef þér
tekst að sækja þessi vopn aftur eftir að hafa misst
þau, mun það hjálpa miklu meira en þig grunar.
Klisjan um jafningjastuðning er líka sönn: Það
hjálpar ótrúlega mikið að hitta aðra í svipaðri
stöðu og ég get eiginlega ekki mælt nógu mikið
með því að leita til Krafts um leið og þú greinist.
Það gerði ég og verð alltaf óendanlega þakklát
fyrir allt sem félagið hefur gert fyrir mig og mína.
Kraftur
B
ls. 15